Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

63. fundur 19. september 2022 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Ólafur Áki Ragnarsson varaformaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Erindi vegna skólaaksturs í Eiða og Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 202208068Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá foreldrum barna í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá, sent 3. ágúst 2022, stílað á fjölskylduráð Múlaþings. Í erindinu er óskað eftir að öllum skólaakstri í þinghárnar verði breytt í almenningssamgöngur. Einnig er óskað eftir að bætt verði við skólaaksturinn annarri heimferðarrútu þegar eldri börnin hafa lokið íþróttaiðkun og tómstundum. Fjölskylduráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi sínum þann 23. ágúst síðast liðinn.
Jafnframt er lagt fram minnisblað frá verkefnastjóra umhverfismála sem situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur fjölskylduráð til að láta vinna samantekt á skólaakstri í sveitarfélaginu öllu með fyrirliggjandi erindi til hliðsjónar svo jafnræðis verði gætt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 08:30

2.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir stöðu verkefna á sviðinu.

Lagt fram til kynningar.

3.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fjármála fer yfir stöðu tekna og gjalda á sviði skipulags- og byggingarmála.

Frestað.

4.Innsent erindi vegna umsóknar um byggingarheimild fyrir svalalokun við Hamragerði 3, 5 og 7.

Málsnúmer 202207065Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi varðandi byggingarheimild fyrir uppsetningu svalalokunar á fimm íbúðum við Hamragerði 3, 5 og 7. Málsaðili unir ekki afgreiðslu byggingarfulltrúa og krefur umhverfis- og framkvæmdaráð um úrlausn.
Starfsmanneskja byggingarsviðs situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 09:35

5.Aðalskipulagsbreyting, Námur vegna Axarvegar

Málsnúmer 202203263Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, dagsett 12. september 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg. Jafnframt eru lagðar fram til kynningar umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verð kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Hvanná 1

Málsnúmer 202205025Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Hvannár 1 (156914) á Jökuldal. Umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar liggur nú fyrir auk uppfærðrar ræktunaráætlunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Sjóvarnir á Borgarfirði

Málsnúmer 202209089Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni, dagsett 9. september 2022, um leyfi til framkvæmda við sjóvarnir. Annars vegar í Njarðvík og hins vegar við gömlu höfnina á Borgarfirði eystri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um byggingarheimild, Mánatröð 16, 700,

Málsnúmer 202208075Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Mánatröð 16(L157886) á Egilsstöðum. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Mánatröð 14 og 18.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um byggingarheimild, Þrep 2, Egilsstaðir

Málsnúmer 202208130Vakta málsnúmer

Fulltrúi V-lista (ÞÓ) vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu undir þessum lið. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (ÓÁR) sat hjá.
Þórunn yfirgaf fundinn undir þessum lið.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform í landi Þreps 2 (L233495). Landið er skilgreint í Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem landbúnaðarland en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Eyjólfsstaðaskógur 41

Málsnúmer 202209048Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá. Um er að ræða lóð úr landi Eyjólfsstaðaskógar Blöndalsbúðar (L157467). Mun ný landareign fá heitið Eyjólfsstaðaskógur 41.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Stofnun nýrrar lóðar, Fellabær, Hamrafell 1

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga, ásamt lóðablaði, að stofnun nýrrar parhúsalóðar við Hamrafell 1 í Fellabæ. Lóðin er innan skilgreinds íbúðarsvæðis samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynna nýja lóð fyrir fasteignaeigendum við Hamrafell 2, 3, 4 og Lagarfell 3.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um breytingu á lóð, Víkurland 6a

Málsnúmer 202209002Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá lóðarhafa um breytingu á lóðamörkum Víkurlands 6a (L231583) á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að útfæra breytingu á lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi erindi og umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Beiðni um endurnýjun á samningi.

Málsnúmer 202208038Vakta málsnúmer

Fulltrúi L-lista (ÁHB) vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu undir þessum lið. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (ÓÁR) sat hjá.
Ásdís yfirgaf fundinn undir þessum lið.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Skógræktarfélagi Djúpavogs þar sem óskað er eftir breytingu á gildandi samningi við sveitarfélagið vegna stækkunar á samningssvæði. Heimastjórn Djúpavogs tók erindið fyrir á fundi sínum þann 11. ágúst síðast liðinn og vísaði því til ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þeirra hugmynda sem hafa áður komið fram og verið er að vinna að varðandi mögulega uppbyggingu baðstaðar við Búlandshöfn og svæðis fyrir hestaíþróttir á og í nágrenni umbeðins skógræktarsvæðis samþykkir ráðið að fela fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi að útfæra viðbótarákvæði við gildandi samning Skógræktarfélagins um afnot af svæðinu neðan þjóðavegarins sem skilgreint er undir skógrækt í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Efnisnám í landi Teigarhorns

Málsnúmer 202204247Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að skoðaður verði sá möguleiki á að opnuð verði að nýju efnisnáma við Búlandsá.
Tvö efnistökusvæði eru skilgreind við Búlandsá í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020; N30 og N31. Breyting var gerð á skipulaginu árið 2018 þar sem stærð beggja náma og leyfilegt vinnslumagn úr þeim var minnkað. Jafnframt kemur þar fram að öll efnistaka sé háð samþykki Umhverfisstofnunar þar sem þær eru staðsettar innan fólkvangsins á Teigarhorni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fara yfir möguleg efnistökusvæði í nágrenni þéttbýlis á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku

Málsnúmer 202208105Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem sent er fyrir hönd nýskipaðs starfshóps um nýtingu vindorku. Starfshópurinn starfar í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku.
Starfshópurinn hefur tekið til starfa og stendur sveitarfélögum til boða að senda inn sjónarmið sín um efni verkefnisins og einstök atriði sem fram koma í fyrirliggjandi erindi, á fyrstu stigum vinnunnar. Ábendingum skal skilað fyrir 30. september 2022.

Frestað til næsta fundar.

16.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsett 18. ágúst 2022 lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?