Fara í efni

Erindi vegna skólaaksturs í Eiða og Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 202208068

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 48. fundur - 23.08.2022

Fyrir liggur erindi frá Maríu Guðbjörgu Guðmundsdóttur, sent 3. ágúst 2022. Í erindinu er óskað eftir að öllum skólaakstri í þinghárnar verði breytt í almenningssamgöngur. Einnig er óskað er eftir að bætt verði við skólaaksturinn annarri heimferðarrútu þegar eldri börnin hafa lokið íþróttaiðkun og tómstundum.

Fjölskylduráð vísar erindinu til Umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem almenningssamgöngur falla undir það svið.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63. fundur - 19.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá foreldrum barna í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá, sent 3. ágúst 2022, stílað á fjölskylduráð Múlaþings. Í erindinu er óskað eftir að öllum skólaakstri í þinghárnar verði breytt í almenningssamgöngur. Einnig er óskað eftir að bætt verði við skólaaksturinn annarri heimferðarrútu þegar eldri börnin hafa lokið íþróttaiðkun og tómstundum. Fjölskylduráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi sínum þann 23. ágúst síðast liðinn.
Jafnframt er lagt fram minnisblað frá verkefnastjóra umhverfismála sem situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur fjölskylduráð til að láta vinna samantekt á skólaakstri í sveitarfélaginu öllu með fyrirliggjandi erindi til hliðsjónar svo jafnræðis verði gætt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 08:30

Fjölskylduráð Múlaþings - 55. fundur - 01.11.2022

Fyrir liggur erindi frá foreldrum barna í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá, sent 3. ágúst 2022, stílað á fjölskylduráð Múlaþings.

Í erindinu er óskað eftir því að öllum skólaakstri í þinghárnar verði breytt í almenningssamgöngur. Einnig er óskað eftir því að bætt verði við skólaaksturinn annarri heimferðarútu þegar eldri börnin hafa lokið íþróttaiðkun og tómstundum. Fjölskylduráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi sínum þann 23. ágúst síðastliðinn þar sem almenningssamgöngur falla undir það svið. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu aftur til fjölskylduráðs 19. sept. þar sem umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur fjölskylduráð til að láta vinna samantekt á skólaakstri í sveitarfélaginu öllu með fyrirliggjandi erindi til hliðsjónar svo jafnræðis verði gætt.

Erindi um auka ferð vegna skólaaksturs er hafnað þar sem skólaakstur þarf alltaf að vera í tengslum við upphaf og lok skóladags.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra jafnframt að vinna samantekt á skólaakstri í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?