Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

59. fundur 15. ágúst 2022 kl. 08:30 - 11:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Ólafur Áki Ragnarsson varaformaður
  • Einar Tómas Björnsson varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson varamaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir (V-lista) sat fundinn undir liðum nr. 3-17.

1.Erindi frá lögreglustjóra Austurlands varðandi öryggismál við Seyðisfjarðarhöfn

Málsnúmer 202208054Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi dagsett 14. júlí 2022 frá lögreglustjóra Austurlands þar sem óskað er eftir heimild hafnayfirvalda í Múlaþingi til að tengjast myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem uppi eru á hafnarsvæðinu við Ferjuleiru og inn á tollasvæði ferjuhússins á Seyðisfirði.
Yfirhafnarvörður Seyðisfjarðarhafnar situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði Seyðisfjarðarhafnar að ganga frá samningum við lögreglustjóra Austurlands hvað varðar aðgengi að öryggismyndavélum á hafnarsvæði Seyðisfjarðarhafnar.

Ráðið frestar afgreiðslu hvað varðar síðari hluta beiðni lögreglunnar um uppsetningu á eftirlitsmyndavélum utan hafnarsvæðisins þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Rúnar Gunnarsson - mæting: 08:30

2.Hafnasambandsþing 2022

Málsnúmer 202206245Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð fyrir Hafnasambandsþing 2022, sem haldið verður dagana 27. og 28. október nk. Fyrir ráðinu liggur að tilnefna fimm fulltrúa frá höfnum Múlaþings til setu á þinginu.
Yfirhafnarvörður Seyðisfjarðarhafnar situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir eftirfarandi aðila sem fulltrúa Múlaþings til þátttöku í Hafnasambandþingi: Jónína Brynjólfsdóttir, Björn Ingimarsson, Jón Þórðarson, Stefán Guðmundsson og Rúnar Gunnarsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Rúnar Gunnarsson

3.Efnistaka í Skaganámu

Málsnúmer 202208053Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tvö minnnisblöð dagsett 10. og 11. ágúst 2022, unnið ef EFLU. Annarsvegar er þar óskað er eftir heimild til breyttrar efnistöku úr Skaganámu vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði og hins vegar er því beint til sveitarfélagsins að kanna hvar losa megi umframefni úr skeringum sem er nokkuð meira en áætlað var í verklýsingu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar sem geri ráð fyrir aukinni efnistöku í námunni á Skaga sem dugi fyrir efnisþörf við byggingu varnarvirkja undir Bjólfi og geri að auki ráð fyrir framtíðarvinnslu efnis fyrir framkvæmdir á Seyðisfirði. Breytingar á skipulagsáætluninni nái einnig til frágangs á umframefni eftir því sem nauðsyn krefur. Umhverfis- og framkvæmdamálastjóra er falið í samráði við Ofanflóðasjóð að vinna að tillögu um hvernig umframefni verið best nýtt og komið fyrir á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 09:00

4.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum. Jafnframt liggur fyrir ráðinu minnisblað með viðbrögðum við þeim auk uppfærðrar skipulagstillaga þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Sigurður Jónsson

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, strenglögn frá Djúpavogi að Bragðavöllum

Málsnúmer 202207082Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi dagsett 19. júlí 2022 frá RARIK ohf. vegna lagningar á 12,5 km löngum rafstrengs frá Djúpavogi að Bragðavöllum í Hamarsfirði. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar, umsögn Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar. Framkvæmdaraðili hefur aflað munnlegs samþykkis allra landeigenda fyrir framkvæmdinni.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar skrifleg leyfi landeigenda liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson

6.Erindi frá lóðarhöfum við Dalsel 1-5

Málsnúmer 202203058Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Dalsel 1-5 á Egilsstöðum, AMC Hafborg ehf., þar sem óskað er eftir því að samstarfsaðili þeirra verði skráður handhafi lóðarinnar og taki við fjárhagslegri ábyrgð framkvæmdarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá breytingu á lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um lóð, Dalsel 1-5

Málsnúmer 202208033Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá ABC byggingum ehf. um lóðina að Dalseli 1-5 á Egilsstöðum. Núverandi lóðarhafar hafa óskað eftir að nýjir umsækjendur taki við sem lóðarhafar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá breytingu á lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Klettasel 6, Egilsstaðir

Málsnúmer 202206262Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um heimild til að víkja frá skipulagskilmálum vegna byggingaráforma við Klettasel 6 á Egilsstöðum. Í gildi er deiliskipulag frá árinu 2005 en fyrirhugað er að byggja sólskála sem mun ná 2,8 m út fyrir byggingarreit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um byggingarheimild, Hvammur 2, 701,

Málsnúmer 202207052Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild fyrir flutningi á frístundahúsi frá Stóruvík inn á lóð Hvamms 2 (L230447). Fyrirhuguð áform eru í samræmi við Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Þvermelur

Málsnúmer 202207007Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá. Um er að ræða lóð úr landi Brennistaða 2 (L2176374). Mun ný landareign fá heitið Þvermelur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Endurnýjun og viðhald fjárrétta

Málsnúmer 202208007Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá fundi hennar 4. ágúst sl. þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að fjalla um tillögur og ábendingar um réttir, td. endurnýjun og viðhald þeirra, sem fram koma í fundargerðum vegna fjallskila í Jökulsárhlíð og norðan Jökulsár.
Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að vinna að málinu í samstarfi við fjallskilastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir

12.Skilti við gömlu brúna yfir Eyvindará

Málsnúmer 202208052Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Rótarýklúbbi Héraðsbúa þar sem óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til þess að koma upp skilti og öryggisbúnaði við Eyvindará.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og frumkvæði Rótarýklúbbs Héraðsbúa við að stuðla að bættu öryggi við Eyvindará. Ráðið samþykkir beiðnina og vísar henni til kynningar og umsagnar hjá ungmennaráði Múlaþings. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við málsaðila og ungmennaráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Skólaakstur

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 9. maí 2022 þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs auk byggðaráðs að unnið verði að því að bæta enn frekar öryggi barna í dreifbýli á ferðum sínum í og úr skóla t.d. með því að efla snjóhreinsun og hálkuvarnir á vegum. Byggðaráð fól sveitarstjóra í bókun á fundi sínum þann 5. júlí 2022 (málsnúmer 202011098) að koma áherslum ráðsins á framfæri við innviðaráðherra auk forstjóra og stjórnenda Vegagerðarinnar og jafnframt óska eftir fundi fyrir lok ágústmánaðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun byggðaráðs og telur mikilvægt að hálkuvarnir og snjóhreinsun sé rætt á áðurnefndum fundi sem til stendur að halda með Vegagerðinni og innviðaráðherra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Viðhald á húseignum við Brúarásskóla

Málsnúmer 202205035Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Foreldrafélagi Brúarásskóla, dagsett 2. maí 2022, þar sem lýst er áhyggjum af skorti á viðhaldi á húsunum við Brúarásskóla. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 3. maí 2022, frá verkefnastjóra framkvæmda, til fulltrúa foreldrafélagsins, þar sem farið er yfir stöðuna á húsunum og því ferli sem þau eru í. Erindið var tekið fyrir á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 9. maí sl. þar sem því var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar.
Verkefnastjóri framkvæmda situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fram kom í máli verkefnastjóra framkvæmda að frá því í vor hefur verið unnið að ýmsum endurbótum á fasteignum við Brúarás og stefnt að útleigu annars hússins með haustinu. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að halda áfram núverandi vinnu við forgangsröðun verkefna í samráði við fjölskylduráð Múlaþings meðal annars um hvernig og hvort eigi að nýta umræddar fasteignir í tengslum við skólastarfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson

15.Tjaldstæðið á Egilsstöðum og í Múlaþingi

Málsnúmer 202204175Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Benedikt V. Waren þar sem fram koma tillögur er varða tjaldsvæðið á Egilsstöðum og í Múlaþingi. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá byggðaráði og umhverfis- og framkvæmdaráði af heimastjórn Fljótsdalshéraðs á fundi þann 9. maí 2022. Heimastjórn þakkaði góðar ábendingar og var sammála um að þörf væri á lagfæringu á stæðum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum og öðrum tjaldstæðum á vegum sveitarfélagsins. Byggðaráð tók erindið fyrir á fundi þann 14. júní þar sem því var vísað til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til frekari úrvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skoða fyrirliggjandi hugmyndir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Erindi vegna ungmennaþings 2022 til umhverfis- og framkvæmdaráðs

Málsnúmer 202208030Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá ungmennaráði þar sem greint er frá þeim áherslum sem komu fram á Ungmennaþingi sem haldið var þann 4. maí síðast liðinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir góða samantekt á niðurstöðum Ungmennaþings og hlakkar til að starfa með nýju ungmennaráði á komandi tímum.
Ráðið felur verkefnastjóra umhverfismála að funda með ungmennaráði um þær hugmyndir sem settar eru fram í erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Rammasamningur milli ríkis og sveitarfélaga um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 202208055Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar rammasamningur ríkis og sveitarfélaga varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem var undirritaður 12. júlí 2022.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?