Fara í efni

Viðhald á húseignum við Brúarásskóla

Málsnúmer 202205035

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 22. fundur - 09.05.2022

Fyrir liggur bréf frá Foreldrafélagi Brúarásskóla, dagsett 2.5. 2022, þar sem lýst er áhyggjum af skorti á viðhaldi á húsunum við Brúarásskóla.
Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 3.5. 2022, frá verkefnastjóra framkvæmda, til fulltrúa foreldrafélagsins, þar farið er yfir stöðuna á húsunum og því ferli sem þau eru í.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar foreldrafélaginu fyrir þessa ábendingu. Heimastjórn vísar jafnframt til svars í tölvupósti frá Eignasjóði um stöðu húsanna.
Heimastjórn vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs og byggðaráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 53. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 9. maí 2022, þar sem erindi frá Foreldrafélagi Brúarásskóla, dagsett 2.5. 2022, er vísað til byggðaráðs m.a.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa ábendingum foreldrafélags Brúarásskóla til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Foreldrafélagi Brúarásskóla, dagsett 2. maí 2022, þar sem lýst er áhyggjum af skorti á viðhaldi á húsunum við Brúarásskóla. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 3. maí 2022, frá verkefnastjóra framkvæmda, til fulltrúa foreldrafélagsins, þar sem farið er yfir stöðuna á húsunum og því ferli sem þau eru í. Erindið var tekið fyrir á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 9. maí sl. þar sem því var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar.
Verkefnastjóri framkvæmda situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fram kom í máli verkefnastjóra framkvæmda að frá því í vor hefur verið unnið að ýmsum endurbótum á fasteignum við Brúarás og stefnt að útleigu annars hússins með haustinu. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að halda áfram núverandi vinnu við forgangsröðun verkefna í samráði við fjölskylduráð Múlaþings meðal annars um hvernig og hvort eigi að nýta umræddar fasteignir í tengslum við skólastarfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 27. fundur - 06.10.2022

Fyrir liggur tölvupóstur og bréf dagsett 12. 9. 20202, frá Foreldrafélagi Brúarásskóla. Þar er vitnað til haustfundar foreldrafélagsins frá í september þar sem líst er ánægju með hvernig til tókst með framkvæmdir við annað gamla íbúðarhúsið við skólann. Einnig kemur fram sú ósk að haldið verði áfram með verkið og hitt húsið lagað einnig.
Á fundinn undir þessum lið mætti Steingrímur Jónsson verkefnastjóri framkvæmdamála hjá Múlaþingi.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hvetur til þess að lokið verið við endurbætur á húsi 1 í Brúarási á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.




Getum við bætt efni þessarar síðu?