Lögð er fram til kynningar umhverfismatsskýrsla vegna Geitdalsárvirkjunar en umsögnum skal skilað í Skipulagsgátt (mál nr. 0037/2025) fyrir þann 22. febrúar næst komandi.
Skýrslan mun liggja frammi á opnu húsi á vegum framkvæmdaraðila, Geitdalsárvirkjun ehf., sem haldið verður 30. janúar kl.16:00-19:00 við Miðvang 31 á Egilsstöðum (gamli Blómabær).
Í samræmi við 3. gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings eru það heimastjórnir sem veita umsagnir í tengslum við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana. Umsögn verður afgreidd á næsta fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.
Lagt fram til kynningar.
Fulltrúi V-lista (PH) lagði fram eftirfarandi bókun:
Á sama tíma og mikilvægt er að vinna að umhverfismati vegna áforma Geitdalssárvirkjunar ehf um Geitdalsárvirkjun, þá tel ég og vil á þessu stigi máls taka fram að umrætt svæði sé til lengri tíma mikilvægara sem ósnortið en virkjað.