Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

44. fundur 26. janúar 2022 kl. 08:30 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Skipulags- og byggingamál í Múlaþingi 2021

Málsnúmer 202201100Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi og þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði kynntu fyrir ráðinu samantekt á fjölda byggingarerinda í Múlaþingi árið 2021. Jafnframt voru lagðar fram til kynningar lykiltölur skipulagsverkefna síðasta árs.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson - mæting: 08:30
  • Úlfar Trausti Þórðarson - mæting: 08:30

2.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu málsins en það var áður til umfjöllunar á fundi ráðsins 15. desember 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur einsýnt að endurskoða þurfi frá grunni það regluverk sem gildir um vetrarþjónustu og framkvæmd hennar. Ráðið telur óeðlilegt að yfir höfuð fyrirfinnist reglur sem velta kostnaði af vetrarþjónustu á vegum sem Vegagerðin er veghaldari á yfir á sveitarfélög og íbúa þeirra, svo sem með hinum svokallaða helmingamokstri. Þá telur ráðið brýnt að tekið sé tillit til þess í vetrarþjónustu þegar um er að ræða tengingu byggðarlaga við þjónustukjarna og innan sama atvinnusvæðis. Einkum á þetta við um vegtengingar innan sveitarfélags og einnig skólaakstursleiðir, enda skal börnum lögum samkvæmt komið í skóla fimm daga vikunnar. Þá telur ráðið fulla ástæðu til þess að benda á að aðstæður eru mjög misjafnar eftir landsvæðum þegar kemur að úrkomu og aðstæðum á vegum og leggur áherslu á að þjónusta og regluverk þar um taki tillit til þess. Ákvarðanir um þjónustustig sem byggja einkum á umferðartölum ná ekki utan um þessa þætti og geta því hæglega skapað mikið ójafnræði milli landsvæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Líkhús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202110017Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til hugmynda um staðsetningu líkhúss sem kynntar voru á síðasta fundi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að hvergi í lögum er neinum falið að reisa eða reka líkhús. Ráðið telur með hliðsjón af því ekki rétt að sveitarfélag leggi í kostnað, sem hleypur á milljónum króna, við að innrétta líkhús eða taki ábyrgð á rekstri þess, án þess að hafa verið falið það verkefni með lögum eða að sérstaklega hafi verið um það samið.
Ráðið vill beina því til löggjafans að taka málefni líkgeymslu þegar í stað til skoðunar enda núverandi lagaumhverfi með öllu ófullnægjandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Uppbygging atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði

Málsnúmer 202112019Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá byggðaráði þar sem óskað er eftir áliti ráðsins á hugmyndum heimastjórnar Borgarfjarðar um tilslakanir gjalda er snerta uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á Borgarfirði og hvernig slíkt skuli útfært.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í núgildandi samþykktum umhverfis- og framkvæmdaráðs um afslætti af gatnagerðargjöldum, sem staðfestar hafa verið af sveitarstjórn, er ekki gert ráð fyrir að veittir séu afslættir af gatnagerðargjöldum vegna atvinnuhúsnæðis. Ráðinu er heimilt að samþykkja tímabundna afslætti vegna byggingar atvinnuhúsnæðis á tilgreindum svæðum, standi vilji sveitastjórnar til þess, en þá þarf að huga vel að rökstuðningi þar að baki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um svæði til notkunar fyrir hestaíþróttir.

Málsnúmer 202110214Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá nýstofnuðu hestamannafélagi á Djúpavogi varðandi framtíðar uppbyggingu svæðis til hestaíþrótta. Málinu var vísað til ráðsins af heimastjórn Djúpavogs sem fjallaði um erindið á fundum sínum 28. október 2021 og 13. janúar 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að koma á samtali milli nýstofnaðs hestamannafélags á Djúpavogi, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skipulagsfulltrúa Múlaþings.

Málið að öðru leyti áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, óveruleg breyting, Sæbakki, Borgarfjörður

Málsnúmer 202108004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Sæbakka á Borgarfirði eystri. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Sæbakka, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum fasteigna á skipulagssvæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um byggingarheimild, Tjarnarland, bílskúr

Málsnúmer 202201070Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform að Tjarnarlandi (L157221). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs en ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um lóð, Lónsleira 11 og 13, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202112150Vakta málsnúmer

Formaður úrskurðar um vanhæfi nefndarmanns (JB) sem víkur af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Lónsleira ehf., dags. 10. desember, um lóðirnar Lónsleira 11 og 13 á Seyðisfirði. Málið var áður á dagskrá ráðsins 19. janúar síðast liðinn þar sem málinu var skotið til umsagnar byggðarráðs. Byggðarráð tók málið fyrir á fundi sínum 25. janúar síðast liðinn þar sem ráðið gerði ekki athugasemd við að lóðunum verði úthlutað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðanna.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JB).

9.Umsókn um lóð, Hlíðarvegur 6, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202201036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn dagsett 7. janúar 2022 um lóðina Hlíðarveg 6 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um lóð, Borgarland 46-48, Djúpivogur

Málsnúmer 202201098Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð að Borgarlandi 46-48 dagsett 19. janúar 2022. Í umsókninni er óskað eftir því að fá lóðinni úthlutað undir byggingu raðhúss í stað parhúss eins og hún er skilgreind í gildandi deiliskipulagi fyrir efsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til umsóknarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita umsækjendum vilyrði fyrir lóðinni og heimilar að unnin verði breyting á deiliskipulagi fyrir efsta hluta Borgarlands. Lóðinni verður úthlutað til umsækjenda þegar skipulagsbreyting hefur tekið gildi. Málið verður lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð að nýju þegar tillaga að breytingu á deiliskipulagi liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Garnaveikibólusetningar í Múlaþingi

Málsnúmer 202111208Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að stuðningi við fjáreigendur vegna kröfu sem gerð er á alla fjáreigendur í Múlaþingi, að bólusetja ásetningslömb og -kið fyrir garnaveiki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að sömu reglur og áður giltu hjá Djúpavogshreppi um stuðning við fjáreigendur vegna bólusetningar við garnaveiki gildi áfram í Múlaþingi. Kostnaðurinn, sem er áætlaður um 2 milljónir, verður gjaldfærður undir önnur landbúnaðarmál 13290.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar

Málsnúmer 202201040Vakta málsnúmer

Skýrsla um framtíðarlausn til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar lögð fram til kynningar.

13.Laxeldi á Seyðifirði

Málsnúmer 202101050Vakta málsnúmer

Álit Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðra áforma Fiskeldis Austfjarða um 10.000 tonna eldi á laxi í Seyðisfirði lagt fram til kynningar.

Hildur Þórisdóttir og Ásdís Hafrún Benediktsdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Seyðisfirði kemur fram að landfræðilegar aðstæður, skipaumferð og lega Farice-1 sæstrengsins setji staðsetningu fiskeldiskvía þröngar skorður. Töluverð hætta geti orðið á erfðablöndun við villta laxastofna, útbreiðslu smitsjúkdóma og laxalúsar. Það kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar að áhrif eldisins á samfélagið á Seyðisfirði geti orðið neikvæð vegna andstöðu stórs hluta íbúa. Skipulagstillaga strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði er væntanleg á vormánuðum 2022 og hvetur Skipulagsstofnun til að beðið sé niðurstöðu þess og tekur umhverfis- og framkvæmdaráð undir með stofnuninni því þannig mætti frekar ná fram sátt um málið.

Afgreiðslu máls er frestað til næsta fundar.

14.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Drög að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing lögð fram til kynningar. Áætlunin byggir m.a. á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem varða byggðakjarnana fjóra í sveitarfélaginu.

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?