Fara í efni

Umferðaröryggi á Borgarfirði

Málsnúmer 202011210

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 3. fundur - 30.11.2020

Heimastjórn Borgarfjarðar beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gera úrbætur til að auka öryggi vegfarenda og íbúa strax í vor.
Brýnt er að gera ráðstafanir á „Bökkunum“ þ.e. á veginum frá Bakkaá út að húsinu Merki þar sem vegurinn er einbreiður og án gangstéttar. Við ytri enda vegarins er hótel Ferðaþjónustunnar Álfheima, sem gerir út á gönguferðir frá hótelinu. Fimm til sex mánuði á ári er mikil umferð gangandi vegfarenda um veginn sem og akandi.
Umferðarhraði er oft langt umfram það sem getur talist ásættanlegt og á það við um þorpið allt.
Lausnin gæti falist í að setja hraðahindranir, ítarlegri merkingar eða þrengingar á veginn.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 10. fundur - 04.06.2021

Heimastjórn Borgarfjarðar ítrekar fyrri bókun sína varðandi umferðaröryggi á Borgarfirði frá 30.11.20:

“Heimastjórn Borgarfjarðar beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gera úrbætur til að auka öryggi vegfarenda og íbúa strax í vor.
Brýnt er að gera ráðstafanir á „Bökkunum“ þ.e. á veginum frá Bakkaá út að húsinu Merki þar sem vegurinn er einbreiður og án gangstéttar. Við ytri enda vegarins er hótel Ferðaþjónustunnar Álfheima, sem gerir út á gönguferðir frá hótelinu. Fimm til sex mánuði á ári er mikil umferð gangandi vegfarenda um veginn sem og akandi.
Umferðarhraði er oft langt umfram það sem getur talist ásættanlegt og á það við um þorpið allt.
Lausnin gæti falist í að setja hraðahindranir, ítarlegri merkingar eða þrengingar á veginn.

Vísað til Umhverfis - og framkvæmdaráðs

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Heimastjórn Borgarfjarðar beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gera úrbætur til að auka öryggi vegfarenda á veginum frá Bakkaá út að húsinu Merki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og mælist til þess við framkvæmda- og umhverfismálastjóra að það verði skoðað samhliða annarri gatnagerð á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?