Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

21. fundur 05. maí 2021 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
  • Kjartan Róbertsson umsjónamaður fasteigna
  • Sigurður Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði
Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir liðum nr. 1-3. Kjartan Róbertsson verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir lið nr. 4. Sigurður Jónsson sat fundinn undir liðum nr. 6-10 og María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn undir liðum nr. 6-14.

1.Hreinsunarátak 2021

Málsnúmer 202104224Vakta málsnúmer

Formaður kynnti tillögu að hreinsunarátaki í Múlaþingi 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fram lagða tillögu og felur verkefnisstjóra umhverfismála að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi

Málsnúmer 202102198Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi frá Heilbrigðisnefnd Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Viðhald á sauðfjárveikivarnargirðingum

Málsnúmer 202104315Vakta málsnúmer

Verkefnisstjóri umhverfismála fór yfir stöðu mála varðandi viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings fer fram á það við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að veitt verði nægjanlegu fé til að ljúka viðgerð varnargirðingar á svonefndri Reyðarfjarðarlínu (nr. 20 skv. auglýsingu nr. 88/2018) sem aðskilur Austfjarða- og Suðurfjarðahólf, og þannig verði haldið áfram því verki sem hafið var í fyrra.

Ljóst er að sjúkdómastaða sauðfjársjúkdóma í Austfjarða- og Suðurfjarðahólfi er ekki hin sama og því skylt að halda varnarlínunni við skv. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Samkvæmt sömu grein skal ríkissjóður greiða kostnað við viðhald svonefndra aðalvarnarlína og er Reyðarfjarðarlína ein þeirra.

Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar það sem fram kemur í bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 15. apríl 2020, að ef fjármögnun viðhalds girðingarinnar verður ekki sinnt af hálfu ráðuneytisins telur sveitarfélagið sér skylt, meðal annars með vísan til 2. mgr. 8. gr. girðingarlaga nr. 135/2001, að láta fjarlægja þá hluta girðingarinnar sem eru í ólagi, á kostnað ríkissjóðs, þar sem þeir séu hættulegir búfé, villtum dýrum og fólki. Sveitarfélagið harmar ef grípa þarf til slíkra ráðstafana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sérúrræði við Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202011086Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun fjölskylduráðs Múlaþings er varðar breytingar á húsnæði Egilsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Verkefnastjóra framkvæmda er falið að fara yfir framkvæmdaáætlun ársins og gera tillögu að breytingum á henni með framkvæmdina í huga og leggja fyrir næsta fund ráðsins, finnist fjármagn til að ráðast í verkefnið í ár. Að öðrum kosti verði málið tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Sparkvöllur á suðursvæði, Egilsstöðum.

Málsnúmer 201809019Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir kostnað vegna framkvæmda við sparkvöll á suðursvæði á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að fara yfir framkvæmdaáætlun ársins og gera tillögu að breytingum á henni með það í huga að gera ráð fyrir hitalögnum undir yfirborði vallarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Seyðisfjörður_Deiliskipulag íbúðasvæði við Garðarsveg

Málsnúmer 202102069Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi við Garðarsveg á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að umsögn um fram komnar athugasemdir ásamt því að fela skipulagshönnuði að skoða mögulegar breytingar á tillögunni hvað varðar fjölda bílastæða og legu gangstíga. Málið verði tekið fyrir á ný á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Óskar Örn Gunnarsson frá Landmótun

7.Flúðir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202102201Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur umsókn um byggingu frístundahúss í landi Flúða. Aðalskipulag heimilar að reist verði allt að 10 frístundahúsum í landi Flúða samkvæmt tilteknum skilmálum. Deiliskipulag liggur ekki fyrir. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins eða umsækjanda, sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir umsögnum frá Brunavörnum á Austurlandi, HEF veitum, HAUST og Minjastofnun Íslands vegna umsóknarinnar. Ráðið samþykkir að komi engar athugasemdir fram í umsögnum verði málinu vísað beint til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Flúðir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202102200Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur umsókn um byggingu frístundahúss í landi Flúða. Aðalskipulag heimilar að reist verði allt að 10 frístundahúsum í landi Flúða samkvæmt tilteknum skilmálum. Deiliskipulag liggur ekki fyrir. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.



Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins eða umsækjanda, sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir umsögnum frá Brunavörnum á Austurlandi, HEF veitum, HAUST og Minjastofnun Íslands vegna umsóknarinnar. Ráðið samþykkir að komi engar athugasemdir fram í umsögnum verði málinu vísað beint til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð, Djúpivogur, iðnaðarlóð við Háukletta

Málsnúmer 202104139Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur umsókn frá Mossa ehf. um iðnaðarlóð við Háukletta á Djúpavogi. Unnið er að skipulagsbreytingu á svæðinu vegna lóðarinnar. Sveitarstjórn Djúpavogs ákvað á fundi sínum 9. júlí 2020 að hefja vinnu við skipulagsbreytingu á svæðinu í samræmi við umsókn BEWi box Iceland (nú Mossi ehf.).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir, í samræmi við bókun sveitarstjórnar Djúpavogshrepps frá 9. júlí 2020, að umrædd lóð sé ætluð undir starfsemi umsækjanda. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar og lóðaleigusamningi þegar deiliskipulag svæðisins hefur verið staðfest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Breyting á götuheiti, Fellabær, Einhleypingur

Málsnúmer 202104243Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til breytingar á nafni þess hluta Einhleypings í Fellabæ sem liggur frá þjóðvegi 1 og upp að Fellaskóla og nýjum leikskóla. Einhleypingur liggur einnig frá þjóðvegi 1 nokkru norðar og yfir að Lagarfelli.

Frestað.

11.Umsókn um breytingu á nafni landeignar, Hallbjarnarstaðir yfir í Skriðusel

Málsnúmer 202104275Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til nafnabreytingar á jörðinni Hallbjarnarstaðir í Skriðdal sem óskað er eftir að fái nafnið Skriðusel. Um er að ræða helming af upprunalegri jörð en hinn hlutinn nefnist Hallbjarnarstaðir 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir beiðni um breytingu á nafni Hallbjarnarstaða í Skriðusel, með vísan til þeirra röksemda sem fram koma í erindi umsækjanda. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Reiðvegur milli Fossgerðis og Randabergs

Málsnúmer 202104239Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Hesteigendafélaginu í Fossgerði um merkingu á reiðvegi frá Randabergi að Fossgerði í Eiðaþinghá og ítrekun á beiðni frá 2012 um að vegurinn verði færður inn á aðalskipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta merkja umræddan reiðveg. Jafnframt samþykkir ráðið að reiðvegurinn verði færður inn á aðalskipulag sveitarfélagsins við gerð nýs aðalskipulags sem nú stendur fyrir dyrum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Strandsvæðisskipulag á Austfjörðum

Málsnúmer 202104121Vakta málsnúmer

Málinu var frestað á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs að beiðni PH.

HÞ og PH lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til sveitarstjórnar að nýta þá viðamiklu grunnvinnu sem fyrir liggur, vegna strandsvæðaskipulags á Austurlandi sem byggir með því ákvarðanir sínar í þessum efnum á faglegum forsendum. Einnig að sveitarstjórn upplýsi Fiskeldi Austfjarða um þann vilja sinn að áform um laxeldi í Seyðisfirði verði sett í skipulagsferli Haf- og strandsvæða. Þannig verði öllum hagsmunaaðilum, íbúum sem öðrum hleypt að borðinu og eldið vegið og metið með öllum öðrum hagsmunum. Slíkt verklag gæti stuðlað að meiri samfélagslegri sátt sem Haf - og strandsvæðaskipulagi er m.a. ætlað að gera. Það væri í anda laga um fiskeldi og Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026, þar sem áhersla er á að gæta heildarhagsmuna og að reyna að koma í veg fyrir árekstra ólíkra nýtingar og verndarsjónarmiða.

SBS lagði fram vísunartillögu þess efnis að tillögu HÞ og PH ásamt greinagerð verði vísað til sveitarstjórnar.

Vísunartillaga var borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?