- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings fer fram á það við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að veitt verði nægjanlegu fé til að ljúka viðgerð varnargirðingar á svonefndri Reyðarfjarðarlínu (nr. 20 skv. auglýsingu nr. 88/2018) sem aðskilur Austfjarða- og Suðurfjarðahólf, og þannig verði haldið áfram því verki sem hafið var í fyrra.
Ljóst er að sjúkdómastaða sauðfjársjúkdóma í Austfjarða- og Suðurfjarðahólfi er ekki hin sama og því skylt að halda varnarlínunni við skv. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Samkvæmt sömu grein skal ríkissjóður greiða kostnað við viðhald svonefndra aðalvarnarlína og er Reyðarfjarðarlína ein þeirra.
Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar það sem fram kemur í bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 15. apríl 2020, að ef fjármögnun viðhalds girðingarinnar verður ekki sinnt af hálfu ráðuneytisins telur sveitarfélagið sér skylt, meðal annars með vísan til 2. mgr. 8. gr. girðingarlaga nr. 135/2001, að láta fjarlægja þá hluta girðingarinnar sem eru í ólagi, á kostnað ríkissjóðs, þar sem þeir séu hættulegir búfé, villtum dýrum og fólki. Sveitarfélagið harmar ef grípa þarf til slíkra ráðstafana.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.