- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2023 námu 9.623 milj.kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 8.148 millj.kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 8.230 millj.kr. í samanteknum ársreikningi 2023 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 7.699 millj.kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 471 millj.kr. og þar af 276 millj.kr. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 897 millj.kr. í samanteknum A og B hluta, þar af 729 millj.kr. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstrarafkoma ársins jákvæð um 2 millj.kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta neikvæð um 523 millj.kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 921 millj.kr., þar af 174 millj.kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.323 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 483 millj.kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 1.222 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 539 millj.kr. í A hluta.
Lántökur námu 1.085 millj.kr á árinu 2023, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 938 millj.kr. á árinu 2023.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 16.759 millj.kr. í árslok 2023 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 11.036 millj.kr. í árslok 2023.
Heildarskuldir og skuldbindingar námu 13.666 millj.kr. í árslok 2023 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 10.441 millj.kr.
Frávik frá fjárhagsáætlun í A hluta eru nokkur eða um 395 millj.kr sem skýrast af viðbótarlífeyriskuldbindingu upp á um 102 millj.kr. og aukinni verðbólgu sem leiddi til aukinna fjármagnsgjalda upp á um 210 millj.kr. og aukins rekstrarkostnaðar um 83 millj.kr.
Þó rekstrarniðurstaða sé lakari en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir er rétt að vekja athygli á því að rekstrarniðurstaðan er, bæði í A hluta og samstæðu A og B hluta, betri en árið 2022. Þannig að þó að ekki hafi náðst sú niðurstaða í A hluta er fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir þá er þróun rekstrar jákvæð sem og þróun á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Múlaþings.
Til máls tóku: Óðinn Gunnar Óðinsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Múlaþings fyrir árið 2023, við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 13. mars sl.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.