- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Fram kemur í nýrri fjármálaáætlun til 2028 að ekki hafi reynst forsendur til að vinna samvinnuverkefni á borð við Axarveg á þeim grunni sem til stóð. Ráða þurfi fram úr fjármögnun og meta hvort sumar vegbæturnar ætti að kosta með hefðbundnum hætti.
Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á að unnið verði að framkvæmdum við heilsársveg um Öxi í samræmi við samgönguáætlun þó svo að fjármögnun í samstarfi við einkaaðila reynist ekki raunhæf leið. Í aðdraganda sameiningar Múlaþings var áhersla lögð á mikilvægi þess að af þessari framkvæmd yrði og voru viðbrögð ríkisvaldsins við því jákvæð enda bætir Axarvegur vegasamband á Austurlandi, styrkir byggð og eykur umferðaröryggi, en eins og Austfirðingar urðu áþreifanlega varir við nýverið er öryggi á þjóðvegi 1, Suðurfjarðarleið, verulega ábótavant í ljósi snjóflóða- og skriðuhættu.Einnig er um að ræða gífurlega mikilvæga bót á samgöngum og styttingu flutningsleiða Austurlands við aðra landshluta, og þar með minnkun kolefnislosunar, og því með öllu óásættanlegt að framkvæmdir frestist frekar en orðið hefur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.