Fara í efni

Ársreikningur Múlaþings 2023

Málsnúmer 202403036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 110. fundur - 13.03.2024

Fyrir lá til afgreiðslu ársreikningur Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 46. fundur - 13.03.2024

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Múlaþings fyrir árið 2023.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Björn Ingimarsson, Sigurður Gunnarsson, Vilhjálmur Jónsson, Einar Freyr Guðmundsson, Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2023 til seinni umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 111. fundur - 19.03.2024

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 47. fundur - 10.04.2024

Lagður er fram ársreikningur Múlaþings fyrir árið 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn auk endurskoðunarskýrslu KPMG fyrir árið 2023.
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2023 námu 9.623 milj.kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 8.148 millj.kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 8.230 millj.kr. í samanteknum ársreikningi 2023 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 7.699 millj.kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 471 millj.kr. og þar af 276 millj.kr. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 897 millj.kr. í samanteknum A og B hluta, þar af 729 millj.kr. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstrarafkoma ársins jákvæð um 2 millj.kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta neikvæð um 523 millj.kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 921 millj.kr., þar af 174 millj.kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.323 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 483 millj.kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 1.222 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 539 millj.kr. í A hluta.
Lántökur námu 1.085 millj.kr á árinu 2023, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 938 millj.kr. á árinu 2023.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 16.759 millj.kr. í árslok 2023 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 11.036 millj.kr. í árslok 2023.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 13.666 millj.kr. í árslok 2023 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 10.441 millj.kr.

Frávik frá fjárhagsáætlun í A hluta eru nokkur eða um 395 millj.kr sem skýrast af viðbótarlífeyriskuldbindingu upp á um 102 millj.kr. og aukinni verðbólgu sem leiddi til aukinna fjármagnsgjalda upp á um 210 millj.kr. og aukins rekstrarkostnaðar um 83 millj.kr.

Þó rekstrarniðurstaða sé lakari en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir er rétt að vekja athygli á því að rekstrarniðurstaðan er, bæði í A hluta og samstæðu A og B hluta, betri en árið 2022. Þannig að þó að ekki hafi náðst sú niðurstaða í A hluta er fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir þá er þróun rekstrar jákvæð sem og þróun á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Múlaþings.

Til máls tóku: Óðinn Gunnar Óðinsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Múlaþings fyrir árið 2023, við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 13. mars sl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?