Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

29. fundur 09. nóvember 2022 kl. 14:00 - 16:25 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Ólafur Áki Ragnarsson varamaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson varamaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2023, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2024 - 2026, sem vísað var frá byggðaráði til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir sem m.a. svaraði fyrirspurn Hildar, Pétur Heimirsson, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Pétur Heimirsson, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Pétur Heimirsson með andsvar, Þröstur Jónsson með andsvar, Ásrún Mjöll Stefánsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 verði óbreytt, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Austurlistinn bar upp eftirfarandi bókun:
Austurlistinn getur ekki samþykkt um það bil 20 milljón króna lækkun fasteignagjalda þar sem því fylgir nærri 11 milljóna króna skerðing á framlagi Jöfnunarsjóðs. Í fjárhagsáætlun þar sem svo til öll gjöld hækka telur Austurlistinn ekki skynsamlegt að lækka einmitt þau gjöld sem skerða framlög úr Jöfnunarsjóði. Austurlistinn vill að það svigrúm sem virðist vera til staðar í A - hluta sé frekar nýtt til að lækka gjöld sem ekki hafa áhrif á framlög sjóðsins öllum íbúum sveitarfélagsins til heilla. Við teljum að íbúum Múlaþings sé sama hvað gjöldin sem þeir greiða heiti. Þannig mætti horfa til þeirra gjalda sem fasteignaeigendur greiða sem skerða ekki framlög jöfnunarsjóðs. Enn fremur myndi Austurlistinn setja í forgang til dæmis hækkun tómstundastyrks, óbreytta gjaldskrá leikskólagjalda og skólamáltíða og hækkun systkinaafsláttar í leikskólum.

2.Aðalskipulagsbreyting, Fletir og Hlíðarhús, Efnisnámur

Málsnúmer 202209038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 24.10.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshérað 2008-2028 þar sem efnistökusvæðum verði bætt inn á skipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir þá tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs að efnisnámur, annars vegar í landi Hlíðarhúsa og hins vegar við Fleti í Eyvindarárdal, verði færðar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Skipulagsfulltrúa falið að láta vinna breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við fyrirliggjandi gögn

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 24.10.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshérað 2008-2028 þar sem efnisnámu verði bætt inn á skipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir þá tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs að efnisnáma við Kiðueyri í Grímsá í landi Ketilsstaða 2 verði færð inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Skipulagsfulltrúa falið að láta vinna breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Húsnæði lögreglu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202210010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 10.10.2022, þar sem sveitarstjórn er hvött til að beita sér fyrir framvindu þess að framtíðarlausn finnist varðandi húsnæðismál lögreglu á Seyðisfirði. Sveitarstjóri gerði jafnframt grein fyrir stöðu þeirrar vinnu sem í gangi er varðandi þetta mál.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Hildur Þórisdóttir, Ívar Karl Hafliðason og Þröstur Jónsson

Lagt fram til kynningar.

5.Varðar framkvæmdir í Tryggvabúð

Málsnúmer 202210033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá formanni félags eldri borgara varðandi framkvæmdir í Tryggvabúð á Djúpavogi. Jafnframt liggur fyrir svar fulltrúa sveitarstjóra við umræddu erindi þar sem fram kemur að brugðist verður við þeim athugasemdum er þar koma fram.

Lagt fram til kynningar.

6.Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

7.Vegna Þórshamar Hafnargata 25 og Strandavegur 29-33 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209225Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun byggðaráðs Múlaþings ásamt umsögnum sérfræðinga, dags. 25.10.2022, þar sem lagt er til að sveitarstjórn samþykki að heimiluð verði endurbygging Hafnargötu 25, Þórhamars, á Seyðisfirði í samræmi við ákvæði gildandi skipulags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu byggðaráðs, að heimiluð verði endurbygging Hafnargötu 25, Þórshamars, á Seyðisfirði í samræmi við ákvæði gildandi skipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal, erindi

Málsnúmer 202210205Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi til sveitarstjórnar varðandi niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal.

Til máls tóku: Pétur Heimirsson, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.





9.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 03.11.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að hefja viðræður við samgönguyfirvöld um fjármögnun á vetrarþjónustu og tryggja fasta ruðningsdaga á Axarvegi án tafar.

Til máls tóku: Guðný Lára Guðrúnardóttir, Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs varðandi það að staðið verði við fyrirheit varðandi vetrarþjónustu og uppbyggingu á heilsársvegi yfir Öxi sem lofað var í aðdraganda þess að Múlaþing varð til. Sveitarstjóra falið að koma á fundi með samgönguyfirvöldum þar sem áhersla verði lögð á að fjármögnun vetrarþjónustu verði tryggð og að komið verði á föstum ruðningsdögum á Axarvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Teigarhorn, veglína

Málsnúmer 202210210Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 03.11.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að þrýst verði á um færslu veglínu við Teigarhorn.

Til máls tók: Guðný Lára Guðrúnardóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs og styður eindregið að farið verði í framkvæmd við á færslu veglínu við Teigarhorn, ekki síst með tilliti til umferðaröryggis. Sveitarstjóra falið að koma þessum áherslum á framfæri við samgönguyfirvöld.

Samþykkt með 10 atkæðum, einn sat hjá (ÓÁR)

11.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

12.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 27

Málsnúmer 2210004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 28

Málsnúmer 2210016FVakta málsnúmer

Tfil máls tók: vegna liðar 13, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

14.Heimastjórn Borgarfjarðar - 29

Málsnúmer 2210022FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 4, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Eyþór Stefánsson sem svaraði fyrirspurn Hildar. Þröstur Jónsson vegna liðar 4.

Lagt fram til kynningar.

15.Heimastjórn Djúpavogs - 31

Málsnúmer 2210005FVakta málsnúmer

Til máls tók: Vegna liðar 16, Ívar Karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 63

Málsnúmer 2210009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 64

Málsnúmer 2210013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Byggðaráð Múlaþings - 65

Málsnúmer 2210019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Byggðaráð Múlaþings - 66

Málsnúmer 2211003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 66

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 67

Málsnúmer 2210014FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 9, Pétur Heimirsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Pétur Heimirsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason og Hildur Þórisdóttir

Vegna liðar 1, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 53

Málsnúmer 2210006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 54

Málsnúmer 2210015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 55

Málsnúmer 2210020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Ungmennaráð Múlaþings - 17

Málsnúmer 2210007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 16:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?