Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

12. fundur 12. maí 2021 kl. 14:00 - 17:45 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
  • Frétt
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Ársreikningur Múlaþings 2020

Málsnúmer 202104183Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram ársreikning Múlaþings fyrir árið 2020 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð: Gauti Jóhannesson, Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.


Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2020 námu 7.095 milj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 6.162 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 6.295 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2020 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 5.924 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 407 millj. og þar af 226 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 488 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 341 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstrarafkoma ársins neikvæð um 110 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta neikvæð um 172 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 393 millj. kr., þar af 11 millj. kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 620 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 148 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 413 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 145 millj. í A hluta.
Lántökur námu 600 millj. kr á árinu 2020, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 763 millj. kr. á árinu 2020.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 13.147 millj. kr. í árslok 2020 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 8.756 millj. kr. í árslok 2020.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 10.412 millj. kr. í árslok 2020 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 7.184 millj. kr.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Múlaþings fyrir árið 2020 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 28. apríl sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag.
Með ársreikningi liggur einnig fyrir endurskoðunarskýrsla KPMG og ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit í árslok 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Reglur um ráðningar hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202104037Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að reglum um ráðningar starfsfólks Múlaþings. Drögin eru unnin, í samræmi við lög og samþykktir sveitarfélagsins, af verkefnastjóra mannauðs og lögfræðingi/persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins í samráði við skrifstofustjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlögð drög að reglum um ráðningar starfsfólks Múlaþings og felur verkefnastjóra mannauðs að sjá til þess að framvegis verði unnið samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gjaldskrá þjónustumiðstöðva í Múlaþingi og efnisnám

Málsnúmer 202105065Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga að samþykkt um gjöld þjónustumiðstöðva Múlaþings.

Til máls tók: Jakob Sigurðsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um gjöld þjónustumiðstöðva Múlaþings og gjald fyrir efnisnám og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að innleiða þær.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202102061Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið og felur skrifstofustjóra að láta birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins og koma henni á framfæri við stofnanir og þar til bæra aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Jafnréttisáætlun - jafnlaunastefna Múlaþings

Málsnúmer 202101048Vakta málsnúmer

Fyrir lá jafnréttisáætlun Múlaþings, er samþykkt var af sveitarstjórn 14. apríl 2021, og jafnlaunastefna Múlaþings, er samþykkt var af byggðaráði 16. mars 2021.

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson, Jódís Skúladóttir, sem bar fram spurningu. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn og Jódís Skúladóttir.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að fá verkefnastjóra mannauðsmála á fund byggðaráðs til að fara yfir stöðu verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun bæjarskrifstofa Múlaþing

Málsnúmer 202103092Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga byggðaráðs Múlaþings varðandi sumarleyfi sveitarstjórnar og sumarlokun bæjarskrifstofa 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 9. júní 2021 og til og með 6. ágúst 2021. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verði haldinn 18. ágúst.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að sumarlokun bæjarskrifstofa verði:
Á Borgarfirði frá og með 1. júlí og til og með 30. júlí.
Á Djúpavogi frá og með 1. júlí og til og með 30. júlí.
Á Seyðisfirði frá og með 1. júlí og til og með 30. júlí.
Á Egilsstöðum frá og með 19. júlí og til og með 30. júlí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3ja fasa rafmagn í dreifbýli

Málsnúmer 202105033Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem hvatt er til þess að sveitarstjórn Múlaþings taki upp viðræður við Rarik, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um að lagning 3ja fasa rafmagns verði felld að framkvæmdum um lagningu ljósleiðara sem unnið er að á vegum HEF veitna.

Til máls tóku: Kristjana Sigurðardóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jódís Skúladóttir og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela sveitarstóra að koma á fundum með fulltrúum sveitarstjórnar, Rarik, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem áherslum sveitarfélagsins varðandi lagningu 3ja fasa rafmagns í dreifbýli verði komið á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Fyrir lá uppfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðar verði auglýst í samræmi við 31. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Aðalskipulag, óveruleg breyting, námur við Hof og ofan Hrúthamra

Málsnúmer 202104152Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga frá skipulagsfulltrúa Múlaþings um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs ásamt meðfylgjandi rökstuðningi. Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar ásamt því að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fyrir lá beiðni frá Stefáni Boga Sveinssyni um leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá 1. til 30. júní 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að veita Stefáni Boga Sveinssyni leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá 1. til 30. júní 2021. Jafnframt er samþykkt að Jónína Brynjólfsdóttir taki sæti Stefáns Boga í sveitarstjórn og taki einnig við formennsku í umhverfis- og framkvæmdaráði meðan á leyfinu stendur. Einnig samþykkt að Eiður Ragnarsson verði aðalfulltrúi í umhverfis- og framkvæmdaráði á sama tíma og að Benedikt Hlíðar Stefánsson taki tímabundið sæti Eiðs sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdaráði meðan á leyfinu stendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi

Málsnúmer 202102198Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög frá Heilbrigðisnefnd Austurlands að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi.

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Strandsvæðisskipulag á Austfjörðum

Málsnúmer 202104121Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókunartillaga er lögð hafði verið fyrir fund umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 5. maí 2021, og samþykkt var að vísa til sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, sem lagði fram og kynnti tillögu sína og Péturs Heimissonar í umhverfis- og framkvæmdaráði. Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti og lagði fram tillögu. Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Elvar Snær Kristjánsson, Vilhjálmur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Gauti Jóhannesson og Jódís Skúladóttir.

Hildur Þórisdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
,,Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til sveitarstjórnar að nýta þá viðamiklu grunnvinnu sem fyrir liggur vegna strandsvæðaskipulags á Austurlandi sem byggir með því ákvarðanir sínar í þessum efnum á faglegum forsendum. Einnig að sveitarstjórn upplýsi Fiskeldi Austfjarða um þann vilja sinn að áform um laxeldi í Seyðisfirði verði sett í skipulagsferli Haf- og strandsvæða. Þannig verði öllum hagsmunaaðilum, íbúum sem öðrum hleypt að borðinu og eldið vegið og metið með öllum öðrum hagsmunum. Slíkt verklag gæti stuðlað að meiri samfélagslegri sátt sem Haf - og strandsvæðaskipulagi er m.a. ætlað að gera. Það væri í anda laga um fiskeldi og Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026, þar sem áhersla er á að gæta heildarhagsmuna og að reyna að koma í veg fyrir árekstra ólíkra nýtingar og verndarsjónarmiða."

Tillagan borin upp og greiddu 2 henni atkv. (HÞ og JSk) 7 voru á móti, en 2 sátu hjá (ES og KS).

Eftirfarandi tillaga, sem Stefán Bogi Sveinson kynnti, lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á mikilvægi þess að unnið verði hratt og markvisst að því að ljúka við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að í skipulagsferlinu og við leyfisveitingar verði tekið tillit til þeirra ábendinga sem fram hafa komið af hálfu sveitarfélagsins varðandi laxeldi í Seyðisfirði. Jafnframt hvetur sveitarstjórn fulltrúa Fiskeldis Austfjarða til að kynna áform sín um starfsemi ítarlega fyrir íbúum um leið og aðstæður leyfa, svo sem með íbúafundum, með það fyrir augum að stuðla að gagnsæi og sátt um verkefnið.

Samþykkt með 9 atkv. 1 var á móti (JSk), og 1 sat hjá (HÞ).

Jódís Skúladóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúi VG í sveitarstjórn Múlaþings skorar á meirihluta sveitarstjórnar, með aðild heimastjórnar á Seyðisfirði, að standa fyrir íbúafundi um fiskeldisáform í Seyðisfirði. Einnig að sveitarfélagið hvetji Fiskeldi Austfjarða til að setja áform sín um fiskeldi í Seyðisfirði í lýðræðislegt skipulagsferli haf- og strandsvæða. Fulltrúi VG telur þetta lágmarkskröfu til að mæta viðhorfum meirihluta íbúa á Seyðisfirði sem ekki hefur verið hlustað á.

13.Samningur um sameiginlega félagsþjónustu

Málsnúmer 202102259Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrir liggjandi drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps og felur sveitarstjóra undirritun hans fyrir hönd sveitarfélagsins. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að framkvæmd þjónustunnar verði í samræmi við fyrirliggjandi samning.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


14.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 202011161Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga að verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eftir að hafa fengið afstöðu Minjastofnunar til málsins þá samþykkir sveitarstjórn að fresta afgreiðslu þess.
Óskað er eftir að málið verði tekið aftur fyrir hjá umhverfis- og framkvæmdaráði og þar verði lagt upp með íbúasamráð varðandi mótun skilmála verndarsvæðisins. Minjastofnun hefur veitt lengri frest til að ljúka verkefninu og verður sá tími nýttur til frekara samráðs og mótunar áður en málið verður aftur lagt fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Sigfúsarstofa, miðstöð fræða og sögu á Austurlandi

Málsnúmer 202103202Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga frá byggðaráði Múlaþings varðandi skipan í stjórn Sigfúsarstofu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að skipaðir verði þrír fulltrúar sveitarfélagsins í fimm manna stjórn Sigfúsarstofu með eftirfarandi hætti: Fulltrúi skipaður af atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings verði Rannveig Þórhallsdóttir og Sigrún Blöndal til vara, fulltrúi meirihluta í sveitarstjórn verði Signý Ormarsdóttir og Anna Alexandersdóttir til vara og fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn verði Baldur Pálsson og Elfa Hlín Pétursdóttir til vara.
Fulltrúi forstöðumanna safna í Safnahúsinu verði Stefán Bogi Sveinsson og Elsa Guðný Björgvinsdóttir til vara.
Jafnframt verði óskað eftir því að Sögufélag Austurlands skipi einn fulltrúa og einn til vara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Sýn Ungmennaráðs á leikskólamál

Málsnúmer 202104029Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi ungmennaráðs Múlaþings, dags. 3. maí 2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að móta langtímaáætlun um leikskólamál svo að komast megi hjá því að foreldrar detti út af vinnumarkaði lengur en nauðsynlegt er.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með ungmennaráði að mikilvægt er að framtíðar stefnumótun varðandi leikskólamál eigi sér stað og beinir því til fjölskyldráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs að hugað verði að þessu m.a. við fjárhagsáætlunargerð fyrir árin 2022 - 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar viðkomandi heimastjórna síðustu vikurnar og kynntu þau fyrir sveitarstjórn.

18.Byggðaráð Múlaþings - 18

Málsnúmer 2104009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Byggðaráð Múlaþings - 19

Málsnúmer 2104013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Byggðaráð Múlaþings - 20

Málsnúmer 2104014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Byggðaráð Múlaþings - 21

Málsnúmer 2104021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19

Málsnúmer 2104011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 20

Málsnúmer 2104017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 21

Málsnúmer 2104026FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Kristjana Sigurðardótttir, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum og Þröstur Jónsson.

Lagt fram til kynningar.

25.Fjölskylduráð Múlaþings - 18

Málsnúmer 2104016FVakta málsnúmer

Til máls tók: Eyþór Stefánsson.

Lagt fram til kynningar.

26.Heimastjórn Borgarfjarðar - 9

Málsnúmer 2104022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 9

Málsnúmer 2104006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 10

Málsnúmer 2104025FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 8

Málsnúmer 2104018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Heimastjórn Djúpavogs - 11

Málsnúmer 2104010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

31.Heimastjórn Djúpavogs - 12

Málsnúmer 2104024FVakta málsnúmer

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Lagt fram til kynningar.

32.Ungmennaráð Múlaþings - 4

Málsnúmer 2104005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

33.Ungmennaráð Múlaþings - 5

Málsnúmer 2104019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

34.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að síðustu vikurnar og einnig önnur verkefni sem liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?