Fara í efni

Fyrirspurn um opnun námu við Hof í Fellum

Málsnúmer 202104152

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fyrir ráðinu liggur fyrirspurn frá Vegagerðinni um opnun námu við Hof í Fellum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að tillögu um að færa efnistökusvæði við Hof í Fellum inn á aðalskipulag. Einnig verði unninn rökstuðningur fyrir því að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lá tillaga frá skipulagsfulltrúa Múlaþings um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs ásamt meðfylgjandi rökstuðningi. Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar ásamt því að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd