Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

115. fundur 30. apríl 2024 kl. 08:30 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Menningarstefna og aðgerðaráætlun

Málsnúmer 202403115Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, Aðalheiður Borgþórsdóttir, og gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögum að Menningarstefnu Múlaþings 2024-2030 auk aðgerðaráætlunar.

Í vinnslu.


Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:20

3.Viðhaldsvottun á jafnlaunakerfi Múlaþings 2024

Málsnúmer 202401126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úttektarskýrsla bsi Ísland fyrir jafnlaunakerfi Múlaþings auk minnisblaðs verkefnastjóra mannauðs. Fram kemur m.a. að óútskýrður launamunur hjá launafólki Múlaþings er 0,6% körlum í vil. Samkvæmt jafnlaunastefnu Múlaþings skal óútskýrður launamunur aldrei vera meiri en 3,5% en ávallt sem næst 0%. Inn á fundinn undir þessum lið kom verkefnastjóri mannauðsmála Sigrún Hólm Þórleifsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir - mæting: 11:08

4.Endurskoðun á reglum um starfsþróun, sí- og endurmenntun og úthlutunarregur starfsþróunarsjóðs Múlaþings

Málsnúmer 202404231Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til afgreiðslu í byggðaráði endurskoðaðar reglur varðandi starfsþróun, sí- og endurmenntun starfsfólks og endurskoðaðar úthlutunarreglur Starfsþróunarsjóðs Múlaþings auk minnisblaðs verkefnastjóra mannauðs. Inn á fundinn undir þessum lið kom verkefnastjóri mannauðsmála Sigrún Hólm Þórleifsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að endurskoðuðum úthlutunarreglum Starfsþróunarsjóðs Múlaþings og endurskoðuðum reglum um starfsþróun, sí- og endurmenntun starfsfólk hjá Múlaþingi. Verkefnastjóra mannauðs er falið að uppfæra umræddar reglur í samræmi við afgreiðslu byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Evrópuverkefni NATALIE, kynningarfundur

Málsnúmer 202404096Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdust forsvarsfólk verkefnisins NATALIE project, þau Anna Berg Samúelsdóttir, Tinna K.Halldórsdóttir og Katrín Hulda Gunnarsdóttir, og kynntu verkefnið en þar er unnið að nýrri nálgun á náttúrumiðuðum aðferðum til að sporna við áhrifum veðurröskunar af völdum loftslagsbreytinga.

Gestir

  • Katrín Hulda Gunnarsdóttir, Tinna K. Halldórsdóttir og Anna Berg Samúelsdóttir - mæting: 10:40

6.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 24.04.2024 auk skjals þar sem fram koma tillögur að framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

7.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, fundargerðir 2024

Málsnúmer 202401202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 22.04.2024.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

8.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 23.02., 21.3. og 08.04.2024.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?