Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

72. fundur 24. janúar 2023 kl. 09:00 - 13:10 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000 með lokagjalddaga þann 20. mars 2039 í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir fundinum og byggðaráð hefur kynnt sér og er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Jafnframt verði Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Félagsheimilið Herðubreið, rekstur

Málsnúmer 202212047Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að auglýsingu varðandi útboð á rekstri félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði ásamt minnisblaði frá atvinnu- og menningarmálastjóra og útboðsgögnum. Atvinnu- og menningarmálastjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir fyrirliggjandi gögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að útboð á rekstri félagsheimilisins Herðubreiðar fari fram í samræmi við fyrirliggjandi gögn og umræður á fundinum. Atvinnu- og menningarmálastjóra falið að láta birta uppfærða auglýsingu varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 10:00

3.Samningur vegna rekstrarstyrks til Tækniminjasafns Austurlands 2023

Málsnúmer 202301047Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi vegna rekstrarstyrks til Tækniminjasafns Austurlands fyrir árið 2023 til samþykktar. Verkefnastjóri menningarmála kom inn á fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi vegna rekstrarstyrks til Tækniminjasafns Austurlands fyrir árið 2023 enda í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir - mæting: 10:45

4.Menningarstyrkir Múlaþings 2023

Málsnúmer 202210117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2023 samtals að fjárhæð um 7,6 millj.kr., á grundvelli umsókna. Verkefnastjóri menningarmála kom inn á fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2023 og felur verkefnastjóra menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir

5.Fundargerðir stjórnar Ársala 2023

Málsnúmer 202301148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Ársala, dags. 16.01.2023.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301167Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 18.01.2023.

Lagt fram til kynningar.

7.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi húsnæðið Hafnargötu 40B á Seyðisfirði og gerði grein fyrir tillögu að lausn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum. Málið verður lagt fyrir byggðaráð á ný til afgreiðslu er niðurstaða liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Samstarfsvettvangur Múlaþings og lögreglunnar á Austurlandi

Málsnúmer 202106102Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu inn á fundinn lögreglustjóri Austurlands og yfirlögregluþjónn embættisins. Farið var m.a. yfir starfsemi embættisins á árinu 2022.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Margét María Sigurðardóttir og Kristján Ólafur Guðnason - mæting: 11:10

9.Erindi frá Austurbrú og SSA um þátttöku í nýju verkefni

Málsnúmer 202301168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Austurbrú og SSA um þátttöku sveitarfélaganna á Austurlandi í nýju verkefni hjá Austurbrú í samstarfi við fleiri aðila. Unnið hefur verið að mótun verkefnisins í haust og liggja fyrir samningsdrög og upplýsingar um aðkomu sveitarfélaganna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir þátttöku í verkefninu og felur sveitastjóra að vinna að frágangi samnings þess efnis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 06.12.2022, var farið í heimsókn í Öldugötu 14 á Seyðisfirði þar sem Pari Stave, framkvæmdastjóri Skaftfells Listamiðstöðvar, tók á móti byggðaráði og starfsfólki sveitarfélagsins og gerði grein fyrir starfseminni og þeim hugmyndum er þau hjá Skaftfelli hafa varðandi framtíðarstarfsemi þar.

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 13:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?