Fara í efni

Miðás 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011171

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir dúkskemmu á lóðinni nr. 15 við Miðás. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Grenndarkynna skal fyrir lóðahöfum að Miðási 11, 13, 17, 19, 21, 23 og 25. Umsagnaraðilar: Brunavarnir á Austurlandi, HAUST, Vinnueftirlitið og Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9. fundur - 20.01.2021

Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun og Vinnueftirliti sem gera ekki athugasemdir en minna á lagafyrirmæli sem fara ber eftir við framkvæmdina og að henni lokinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 4. fundur - 01.02.2021

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir dúkskemmu á lóðinni nr. 15 við Miðás. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20.1. 2021 var eftirfarandi bókað:
Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun og Vinnueftirliti sem gera ekki athugasemdir en minna á lagafyrirmæli sem fara ber eftir við framkvæmdina og að henni lokinni. Eftirfarandi tillaga lögð fram: Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir fyrirliggjandi tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 60. fundur - 22.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform fyrir dúkskemmu á lóð númer 15 við Miðás á Egilsstöðum. Áformin voru grenndarkynnt í byrjun árs 2021 og staðfesti heimastjórn Fljótsdalshéraðs að henni hefði lokið án athugasemda 1. febrúar 2021.
Í ljósi þess að meira en eitt ár er liðið frá afgreiðslu heimastjórnar liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að grenndarkynna áformin að nýju í samræmi við 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Miðás 11, 13, 17-21 og 23.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 64. fundur - 26.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um byggingaráform fyrir dúkskemmu á lóð númer 15 við Miðás á Egilsstöðum. Ráðið samþykkti á fundi sínum 22. ágúst að áformin yrðu grenndarkynnt í samræmi við 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum að Miðási 11, 13, 17-21 og 23 með athugasemda fresti til 22. september. Engin athugasemd barst við áformin.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu byggingaráforma við Miðás 15 á Egilsstöðum sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:25
Getum við bætt efni þessarar síðu?