Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

60. fundur 22. ágúst 2022 kl. 13:00 - 15:15 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Verkferlar skipulagsmála

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar verkferlar við afgreiðslu skipulagsmála og samantekt yfir stöðu einstakra skipulagsverkefna.

2.Hreinsunarátak í Seyðisfirði

Málsnúmer 202207117Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá 25. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar er varðar hreinsunarátak í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar til bókunar sinnar frá 5. júlí 2022 þar sem íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu öllu voru hvött til þess að huga að umhverfi sínu og hreinsa til í kringum sig. Ráðið samþykkti jafnframt á fundinum að gert yrði ráð fyrir hreinsunarátaki í fjárhagsáætlun næsta árs og fól framkvæmda- og umhverfismálastjóra ásamt verkefnastjóra umhverfismála undirbúning og skipulag þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum. Jafnframt liggur fyrir ráðinu minnisblað með viðbrögðum við þeim auk uppfærðrar skipulagstillaga þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag, Valgerðarstaðir

Málsnúmer 202102240Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga nýs deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæði við Valgerðarstaði í Fellum. Skipulagið er sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 12. ágúst 2022. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fresta umræðu um málið til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiliskipulagsbreyting, Bláargerði 1-7

Málsnúmer 202207027Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Suðursvæðis á Egilsstöðum þar sem tveimur lóðum við Bláargerði 1-7 verður breytt úr parhúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir og byggingarreitur við Bláargerði 13-15 dýpkaður um 2,4 metra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Suðursvæðis á Egilsstöðum þar sem tveimur lóðum við Bláargerði 1-7 verður breytt úr parhúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir og byggingarreitur við Bláargerði 13-15 dýpkaður um 2,4 metra. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Hvanná 1

Málsnúmer 202205025Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra áforma um skógrækt á 82,4 ha svæði í landi Hvannár 1 (L156914) á Jökuldal. Hluti fyrirhugaðs ræktunarsvæðis er innan svæðis nr. 642 á náttúruminjaskrá, Gilja- og Hauksstaðahólar, og liggur fyrir umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ásamt viðbrögðum framkvæmdaraðila við henni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa umsögn NÍ og viðbrögðum framkvæmdaaðila til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Miðás 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011171Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform fyrir dúkskemmu á lóð númer 15 við Miðás á Egilsstöðum. Áformin voru grenndarkynnt í byrjun árs 2021 og staðfesti heimastjórn Fljótsdalshéraðs að henni hefði lokið án athugasemda 1. febrúar 2021.
Í ljósi þess að meira en eitt ár er liðið frá afgreiðslu heimastjórnar liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að grenndarkynna áformin að nýju í samræmi við 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Miðás 11, 13, 17-21 og 23.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá,

Málsnúmer 202208011Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá. Um er að ræða lóð úr landi Múla 3 (L159348).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Steinaborg 2 og 3

Málsnúmer 202206021Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu tveggja nýrra landeigna í fasteignaskrá. Um er að ræða lóðir úr landi Steinaborgar (L159123). Munu nýjar landareignir fá heitið Steinaborg 2 og Steinaborg 3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um lóð, Bláargerði 1-3

Málsnúmer 202206161Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Bláargerði 1-3 á Egilsstöðum. Málið var áður tekið fyrir á 58. fundi ráðsins þar sem samþykkt var að gera breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs undir lið nr. 5 samþykkir ráðið umsóknin og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lóð, Bláargerði 5-7

Málsnúmer 202206164Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Bláargerði 5-7 á Egilsstöðum. Málið var áður tekið fyrir á 58. fundi ráðsins þar sem samþykkt var að gera breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs undir lið nr. 5 samþykkir ráðið umsóknin og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um lóð fyrir Veðurstöð á Bjólfi

Málsnúmer 202208082Vakta málsnúmer

Veðurstofa Íslands hefur óskað eftir 400 m2 lóð undir nýja veðursjá sem fyrirhugað er að reisa á Bjólfi í samræmi við fyrirliggjandi lóðablað. Lóðin verður stofnuð úr landi Fjarðar (L155019).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa stofnun lóðarinnar og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá úthlutun hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?