Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

4. fundur 09. desember 2020 kl. 14:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Jónína Brynjólfsdóttir varamaður
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202010469Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram áætlunina til síðari umræðu í sveitarstjórn. Áður hefur hún verið afgreidd af byggðaráði og við fyrri umræðu í sveitarstjórn. Aðrir sem til máls tóku um fjárhagsáætlunina voru: Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson og Eyþór Stefánsson.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2021 nema 7.264 millj. kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 6.383 millj. kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 6.347 millj. kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 6.065 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 428 millj., þar af 240 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 452 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 310 millj. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði og afskriftir er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 5 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er neikvæð og nema rekstrargjöld umfram rekstrartekjur um 251 millj. kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 722 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 198 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins 2021 nema nettó 1.585 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 701 millj. í A hluta.
Afborganir af lánum og leiguskuldbindingum hjá samstæðu A og B hluta verða 823 millj. kr. á árinu 2021, þar af 588 millj. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 11.062 millj. kr. í árslok 2021 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 7.818 millj. kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 123,3% í árslok 2021.

Fjárhagsáætlun 2021-2024 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2021 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2022 - 2024 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 11. nóvember sl.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021

Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer

Til máls tóku. Björn Ingimarsson, sem kynnti tillöguna og lagði hana fram. Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir, sem svaraði fyrirspurn, Elvar Snær Kristjánsson, sem ræddi og kynnti gjaldskrá fjölskylduráðs. Jakob Sigurðsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Kristjana Sigurðardóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jódís Skúladóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir eftirfarandi gjaldskrár fyrir árið 2021:

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%

Álagningarhlutföll fasteignaskatts verði sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%
Álagningarhlutföll lóðarleigu á eignarlóðum Múlaþings, eða 0,75%
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 9. Fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar og síðasti 1. október.
Holræsagjald verði 0,32% af fasteignamati.
Árlegt gjald fyrir hreinsun hverrar rotþróar:

Minni en 4,5 rúmmetrar
19.700 kr.

4,5 - 6,5 rúmmetrar
28.300 kr.
Vatnsgjald pr. fermetra húss kr. 261
Fastagjald vatns á matseiningu verði kr. 9.190

Sorpgjald á íbúð verði:
Söfnunargjald kr. 21.965
Förgunargjald kr. 9.409
Samtals kr. 31.374
Frávik á Borgarfirði er 25% afsláttur sbr. 1. gr. A-liðar.
Sumarhús eyðingargjald (30%) kr. 9.412
Sumarhús með sorphirðu frá 1. maí til 31. sep. kr. 15.687.

Aukatunnur á heimili:
Grá tunna 240 L kr. 11.200 á ári
Græn tunna 240 L kr. 2.000 á ári
Brún tunna 240 L kr. 2.000 á ári

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2021:
Hámark afsláttar verði: 94.185.
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 3.195.000
Hámark 4.193.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 4.493.000
Hámark 5.692.000.

Hundaleyfisgjald 2021 verði kr. 14.000.
Kattaleyfisgjald 2021 verði kr. 9.500.

Gjaldskrá hjá Múlaþingi árið 2021 fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs, gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald, gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár og gjaldskrá um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Múlaþingi, sbr. fundargerð umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 02.12 2020, eru jafnframt staðfestar í heild sinni.

Varðandi gjaldskrá um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Múlaþingi, skal endurreikna gjöldin í upphafi hvers almanaksárs, á grundvelli vísitölu byggingarkostnaðar í janúar og gilda þau þannig til loka viðkomandi árs.

Að öðru leyti vísar sveitarstjórn til afgreiðslu nefnda í fjárhagsáætlunum fyrir árið 2021 á öðrum gjaldskrám og staðfestingar á þeim í fundargerðum fjölskylduráðs frá 24.11.2020, 01.12. og 8.12. 2020 og fundargerðum HEF frá 12.11. 2020 og 30.11. 2020.
Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að eigi síðar en í byrjun janúar hafi gjaldskrár verið birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Auk þess leggur sveitarstjórn til að atvinnu- og menningarmálastjóra, í samstarfi við heimastjórnir Múlaþings verði falið að yfirfara og samræma samþykktir og gjaldskrár um útleigu á húsnæði stofnanna þess og félagsheimilum í eigu sveitarfélagsins.

Bornar upp allar gjaldskrár og álagningarhlutföll utan gjaldskrá leikskóla.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Borin upp gjaldskrá leikskóla Múlaþings.
Samþykkt með 10 atkvæðum, en 1 var á móti (JSk)

3.Byggðamerki fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202010509Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir dómnefndar frá vinnufundum hennar, þar sem farið var yfir innsendar tillögur. Fram kom að um 70 tillögur bárust.
Niðurstaða dómnefndar er sú að velja merki sem bar númerið 77725.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti samkeppnina og fram lagða tillögu. Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jakob Sigurðsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu dómnefndar og felur skrifstofustjóra að setja sig í samband við hönnuð merkisins og láta fullvinna það til notkunar fyrir Múlaþing og ganga frá öllum málum við viðkomandi.
Sveitarstjórn þakkar öllum þeim sem þátt tóku í samkeppninni fyrir innsendar tillögur og jafnframt þakkar hún dómnefndinni fyrir góða vinnu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til síðari umræðu samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Múlaþings, nr. 1042/2020, ásamt viðauka II um fullnaðarafgreiðslu starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Vilhjálmur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt með áorðnum breytingum.
Sveitarstjóra er falið að senda samþykktina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202010419Vakta málsnúmer

Fyrir liggur endurbætt útgáfa af erindisbréfi fyrir byggðaráð Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir byggðaráð sveitarfélagsins og tekur það þegar gildi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Fram hefur komið ósk frá stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs um að Múlaþing endurskipi fulltrúa í svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, til að jafna kynjahalla sem orðinn var í svæðisráðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs samþykkir sveitarstjórn að skipa eftirtalda aðila sem aðal- og varafulltrúa í svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Aðalmenn: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Svandís Egilsdóttir.
Varamenn: Ívar Karl Hafliðason og Andrés Skúlason.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Fyrir liggur að skipa þarf fulltrúa fyrir Múlaþing í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings skipar Stefán Boga Sveinsson, formann umhverfis- og framkvæmdaráðs, og Maríu Markúsdóttur, skipulagsfulltrúa Múlaþings sem fulltrúa sveitarfélagsins í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Djúpivogur - Innri Gleðivík - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202012016Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn lágu drög, frá umhverfis- og framkvæmdaráði, að erindi sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar um málsmeðferð við aðalskipulagsbreytingu í Innri-Gleðivík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög og felur skipulagsfulltrúa senda erindið til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fiskeldi Austfjarða 10.000 t Laxeldi í Seyðisfirði - Frummatsskýrsla

Málsnúmer 202011108Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að umsögn um frummatsskýrslu, unnin af skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins og samþykkt af umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti móttöku undirskriftalista frá íbúum á Seyðisfirði, þar sem andmælt er sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Jódís Skúladóttir, sem kynnti breytingartillögu við framlagða bókun. Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, sem bar fram fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Kristjana Sigurðardóttir, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Jakob Sigurðsson og Eyþór Stefánsson.

Jódís Skúladóttir og Hildur Þórisdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn leggur áherslu á þær athugasemdir sem fram koma í umsögn sveitarfélagsins, meðal annars þar sem skortir á frekari rannsóknir. Fiskeldi Austfjarða er eindregið hvatt, ekki síst í ljósi mótmæla stórs hluta íbúa Seyðisfjarðar, að bíða þess að vinnu við skipulag haf - og strandsvæða verði lokið með aðkomu samfélagsins og annarra hagsmunaaðila áður en lengra verður haldið.

Tillagan borin upp og greiddu 2 henni atkv. (JSk og HÞ.) 2 sátu hjá ( ES. KS.)en 7 voru á móti og var tillagan þar með felld.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um frummatsskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að koma henni til Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn leggur áherslu á ábyrga og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í Múlaþingi og fagnar því að Fiskeldi Austfjarða skuli hafa brugðist við áherslum heimastjórnar varðandi staðsetningu við Háubakka og að fyrirhugaðir séu upplýsinga- og samráðsfundir með fulltrúum samfélagsins á Seyðisfirði. Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að lokið verði við gerð haf- og strandsvæðaskipulags fyrir Austfirði og að hagsmunaaðilum á svæðinu verði tryggð aðkoma að þeirri vinnu varðandi framtíðarnýtingu í Múlaþingi öllu.

Samþykkt með 9 atkv. 1 var á móti (JSk) en 1 sat hjá (HÞ)

9.Fiskveiðilandhelgi á Borgarfjarðarmiðum - Skápurinn

Málsnúmer 202011068Vakta málsnúmer

Fyrir lá afgreiðsla heimastjórnar Borgarfjarðar, þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn Múlaþings að unnið verði að lokun svokallaðs Skáps fyrir togveiðum.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem kynnti málið. Jakob Sigurðsson og Elvar Snær Kristjánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir þær athugasemdir er fram koma í bókun heimastjórnar Borgafjarðar varðandi þau neikvæðu áhrif er núverandi fyrirkomulag hefur á smábátaútgerð á Borgarfirði. Sveitarstjórn Múlaþings skorar á löggjafann að endurskoða lög um Fiskveiðilandhelgi Íslands frá 1997 nr. 79 26. maí, í samræmi við tillögu Heimastjórnar Borgarfjarðar og felur sveitarstjóra og forseta sveitarstjórnar í samráði við formann heimastjórnar Borgarfjarðar að fylgja málinu eftir. Forseta sveitarstjórnar er jafnframt falið að kynna málið fyrir stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 202011032Vakta málsnúmer

Fyrir liggja eftirtalin gögn frá verkefnisstjóra mannauðsmála, sem þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti málið og lagði fram tillögur. Elvar Snær Kristjánsson, Kristjana Sigurðardóttir, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, sem svaraði fyrirspurn. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem bar fram fyrirspurn. Jónína Brynjólfsdóttir og Elvar Snær Kristjánsson, sem svaraði fyrirspurn.

Samkomulag starfsfólks hjá Bókasafn Héraðsbúa
Samkomulag starfsfólks hjá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs
Samkomulag starfsfólks hjá leikskólum Múlaþings
Samkomulag starfsfólks hjá grunnskólum Múlaþings
Samkomulag starfsfólks hjá skrifstofum Múlaþings
Samkomulag starfsfólks hjá félags-og stoðþjónustu Múlaþings
Samkomulag starfsfólks í félagsmiðstöðvum-og íþróttasvæða (heyrir undir íþrótta-og æskulýðssvið)
Minnisblað um starfs- og kjaranefnd Múlaþings.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir samkomulagsdrögin og það fyrirkomulag og útfærslur á styttingu vinnuvikunnar er þar koma fram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að veita starfs- og kjaranefnd Múlaþings umboð til að afgreiða útfærslur á styttingu vinnuviku hjá þeim starfsstöðvum Múlaþings sem hafa ekki þegar hlotið afgreiðslu sem og ef endurskoðunar verður þörf á kjarasamningstímanum á þeim samkomulögum er þegar hafa hlotið samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Mannauðsstefna Múlaþings

Málsnúmer 202010540Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra mannauðsmála um starfs-og kjaranefnd Múlaþings.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti málið og fyrirliggjandi tillögu og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings lýsir yfir ánægju með það metnaðarfulla starf sem unnið er að varðandi mótun mannauðsstefnu og gerð handbókar fyrir starfsfólk og stjórnendur sveitarfélagsins og felur byggðaráði Múlaþings endanlega afgreiðslu þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna gerðu grein fyrir helstu umfjöllunarefnum hjá viðkomandi heimastjórnum.
Röðin var þessi: Eyþór Stefánsson fyrir Borgarfjörð, Jódís Skúladóttir fyrir Djúpavog, Vilhjálmur Jónsson fyrir Fljótsdalshérað og Berglind Harpa Svavarsdóttir fyrir Seyðisfjörð.

13.Byggðaráð Múlaþings - 4

Málsnúmer 2011009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Byggðaráð Múlaþings - 5

Málsnúmer 2011015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Byggðaráð Múlaþings - 6

Málsnúmer 2011021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4

Málsnúmer 2011010FVakta málsnúmer

Til máls tóku. Kristjana Sigurðardóttir, sem bar fram fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn, Elvar Snær Kristjánsson, Jakob Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir og Elvar Snær Kristjánsson.

Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5

Málsnúmer 2011017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 6

Málsnúmer 2011024FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð Múlaþings - 4

Málsnúmer 2011008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 5

Málsnúmer 2011016FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 6

Málsnúmer 2011023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Heimastjórn Borgarfjarðar - 2

Málsnúmer 2011011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 2

Málsnúmer 2011018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 2

Málsnúmer 2011020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Heimastjórn Djúpavogs - 2

Málsnúmer 2011004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Heimastjórn Borgarfjarðar - 3

Málsnúmer 2011022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Heimastjórn Djúpavogs - 3

Málsnúmer 2011012FVakta málsnúmer

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Lagt fram til kynningar.

28.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?