1.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
2.Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021
3.Byggðamerki fyrir Múlaþing
4.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags
6.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir
7.Djúpivogur - Innri Gleðivík - aðalskipulagsbreyting
8.Fiskeldi Austfjarða 10.000 t Laxeldi í Seyðisfirði - Frummatsskýrsla
9.Fiskveiðilandhelgi á Borgarfjarðarmiðum - Skápurinn
10.Stytting vinnuvikunnar
11.Mannauðsstefna Múlaþings
13.Byggðaráð Múlaþings - 4
14.Byggðaráð Múlaþings - 5
15.Byggðaráð Múlaþings - 6
16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4
17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5
18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 6
19.Fjölskylduráð Múlaþings - 4
20.Fjölskylduráð Múlaþings - 5
21.Fjölskylduráð Múlaþings - 6
22.Heimastjórn Borgarfjarðar - 2
23.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 2
24.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 2
25.Heimastjórn Djúpavogs - 2
26.Heimastjórn Borgarfjarðar - 3
27.Heimastjórn Djúpavogs - 3
Fundi slitið - kl. 17:00.
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2021 nema 7.264 millj. kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 6.383 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 6.347 millj. kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 6.065 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 428 millj., þar af 240 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 452 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 310 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 5 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er neikvæð og nema rekstrargjöld umfram rekstrartekjur um 251 millj. kr.
Veltufé frá rekstri er jákvætt um 722 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 198 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins 2021 nema nettó 1.585 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 701 millj. í A hluta.
Afborganir af lánum og leiguskuldbindingum hjá samstæðu A og B hluta verða 823 millj. kr. á árinu 2021, þar af 588 millj. í A hluta.
Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 11.062 millj. kr. í árslok 2021 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 7.818 millj. kr.
Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 123,3% í árslok 2021.
Fjárhagsáætlun 2021-2024 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2021 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2022 - 2024 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 11. nóvember sl.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.