Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

27. fundur 23. júní 2022 kl. 10:00 - 14:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, verkferlar á Umhverfis og framkvæmdasviði.

2.Ósk um umsögn, Skipulagsstofnun. Strenglagning um Hamarsleirur

Málsnúmer 202205411Vakta málsnúmer

Það er mat Heimastjórnar Djúpavogs að sé ekki ástæða til að fram fari umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Mikilvægt að farið verði eftir fyrirmælum Minjastofnunar Íslands sem kveðið er á um í umsögn stofnunarinnar (viðauki 4).

Heimastjórn Djúpavogs samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum eða afmörkuðum þáttum þeirra á grundvelli skipulagsáætlana í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Einnig byggingarleyfi fyrir þeim mannvirkjum sem falla undir ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010, þ.m.t. byggingar vinnubúða og tilheyrandi aðstöðu fyrir framkvæmdaaðila, eins og við á.

3.Fjallskil 2022

Málsnúmer 202206066Vakta málsnúmer

Farið yfir fjallskilamál í gamla Djúpavogshreppi.

4.Fundartími og dagskrá Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202206156Vakta málsnúmer

Farið yfir dagskrá, fundartíma og fyrirkomulag funda Heimstjórnar Djúpavogs.

Fundir verða að jafnaði fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði.

5.Menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða árið 2022

Málsnúmer 202206154Vakta málsnúmer

Erindi frá verkefnastjóra menningarmála, menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða.

Sérstakt fjármagn er ætlað í menningarverkefni, svo kölluð jaðarverkefni á Djúpavogi og Vopnafirði í gegnum Sóknaráætlun Austurlands. Á hvoru svæði fyrir sig er áætlað árlega 500.000 kr. og sama upphæð á móti frá sveitarfélaginu. Um er að ræða menningarverkefni sem er til þess fallið að efla atvinnusköpun á sviði lista og menningar á Djúpavogi.

Lagt er til að nýta fjármagnið til að fá vegglistaverk á vegginn við bryggjuna, ráðinn yrði listamaður, helst með tengingu við Djúpavog, ef kostur er, sem vinnur hugmynd út frá Djúpavogi. Verkið gæti verið tilbúið fyrir Cittaslow sunnudag sem er síðasta sunnudag í september ár hvert.

Heimastjórn líst vel á hugmyndina og felur verkefnastjóra menningarmála að vinna verkefnið áfram.

6.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs telur lítil tækifæri felast í vindorku á svæðinu umhverfis Djúpavog samkvæmt skýrslu Eflu og telur mjög mikilvægt að á öllum stigum séu íbúar upplýstir um allar hugmyndir um vindorkuver áður en ákvarðanir eru teknar um uppbyggingu vindorku á svæðinu.

7.Tilnefning í stjórn Ríkarðshús

Málsnúmer 202206157Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs tilnefnir eftirtalda aðila í stjórn Ríkarðshús:

Gauta Jóhannesson, Kristján Ingimarsson og Guðnýju Láru Guðrúnardóttur.

Til vara: Þorbjörgu Sandholt og Inga Ragnarsson.

8.Tilnefning í stjórn Styrktarsjóðs Snorra Gíslasonar

Málsnúmer 202206158Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs tilnefnir í stjórn Snorrasjóðs.

Heimastjórn skipar Gauta Jóhannesson, Kristján Ingimarsson og Bergþóru Birgisdóttur í sjóðsstjórn.

9.Kvennasmiðjan ehf., slit á félagi

Málsnúmer 202206127Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur til að þeim fjármunum sem renna til Múlaþings vegna slita Kvennasmiðjunnar, verði varið í að bæta öryggi gangandi vegfaranda á Djúpavogi.

10.Athafnalóðir á Djúpavogi

Málsnúmer 202012089Vakta málsnúmer

Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um að deiliskipulag á "Gleðivíkursvæðinu" verði klárað sem allra fyrst. Heimastjórn furðar sig á seinagangi við þessa vinnu og bendir á að fyrsta bókun heimastjórnar um skipulagsvinnu á þessu svæði er síðan 04.01.2021

11.Aðbúnaður gangandi vegfarenda á Djúpavogi

Málsnúmer 202108121Vakta málsnúmer

Heimastjórn vill beina því til Byggðarráðs að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 verði tryggðir verulegir fjármunir til úrbóta í öryggismálum gangandi vegfarenda á Djúpavogi.

Marg ítrekað hefur verið að nauðyn sé að bæta úr öryggi gangandi vegfarenda. Víða eru engar gangstéttir og ástand þeirra misjafnt þar sem þær eru, gangbrautir vantar og merkingum er ábótavant.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Gleðivík, Lagnir í sjó

Málsnúmer 202203080Vakta málsnúmer

Heimastjórn tekur undir athugasemdir hafnarstjóra og hafnarvarðar í bréfi dagsettu 13.06.2022 um að lagnir þurfi að liggja austar en ráð er fyrir gert í umsókn framkvæmdaraðila.

Heimastjórn vill árétta að ekki eigi að hefja framkvæmdir fyrr en umsagnir allra aðila hafa borist og framkvæmdaleyfi hefur verið gefið úr af skipulagsfulltrúa.

13.Cittaslow 2022

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Heimastjórn mun boða Heiðdísi Hólm Guðmundsdóttur á fund í ágúst til að fara yfir stöðu Cittaslow og framtíð þess á Djúpavogi.

14.Starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202206135Vakta málsnúmer

Farið yfir starfskjör kjörinna fulltrú í Múlaþingi.

15.Helstu lög og reglur fyrir heimastjórnir

Málsnúmer 202206128Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu lög og reglur fyrir heimastjórnir.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?