Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Gleðivík, Lagnir í sjó

Málsnúmer 202203080

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna sjólagna í Gleðivík.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Samgöngustofu, HAUST, Vegagerðarinnar, hafnarstjóra Múlaþings og heimastjórnar Djúpavogs sem náttúruverndarnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 27. fundur - 23.06.2022

Heimastjórn tekur undir athugasemdir hafnarstjóra og hafnarvarðar í bréfi dagsettu 13.06.2022 um að lagnir þurfi að liggja austar en ráð er fyrir gert í umsókn framkvæmdaraðila.

Heimastjórn vill árétta að ekki eigi að hefja framkvæmdir fyrr en umsagnir allra aðila hafa borist og framkvæmdaleyfi hefur verið gefið úr af skipulagsfulltrúa.
Getum við bætt efni þessarar síðu?