Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

20. fundur 15. nóvember 2021 kl. 13:00 - 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Athafnalóðir á Djúpavogi

Málsnúmer 202012089Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur á það mikla áherslu að deiliskipulagi á Gleðivíkursvæðinu sunnanverðu verði lokið sem fyrst, samanber bókanir á fundum Heimastjórnar frá 04.01.2021, 29.03.2021 og 13.07.2021

Einnig er nauðsynlegt að fara sem allra fyrst að huga að Aðalskipulagsbreytingum og deiliskipulagi á svæðinu vestan við Gleðivíkurhöfn, í ljósi áforma um aukna uppbyggingu á svæðinu, samanber bókun í fundargerð frá 13.07.2021

2.Athugasemd við útsendum gangnaseðli

Málsnúmer 202111079Vakta málsnúmer

Erindi frá Stefáni Ingólfssyni Hvannabrekku, þar sem hann gerir athugasemdir við gangaseðil 2021

Heimastjórn þakkar fyrir erindið.
Heimastjórn telur gagnlegt að farið væri yfir fjallskilamál sveitarfélagsins.
Starfsmanni heimastjórnar falið að bregðast við erindinu.

3.cittaslow 2021

Málsnúmer 202101008Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur á það áherslu að málefnum Cittaslow sé fundinn fastur staður innan stjórnsýslu sveitarfélagsins og að þau verkefni og hugsunarháttur sem tilheyra stefnunni séu fastur þáttur í starfsemi sveitarfélagsins á hverjum degi.

Heimastjórn skorar á Sveitarstjórn Múlaþings að sýna í verki að vilji sé til að viðhalda og byggja upp Cittaslow stefnu á Djúpavogi og jafnvel í sveitarfélaginu öllu.
Gera þarf ráð fyrir starfskröftum til verkefnisins.

4.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

5.Teigarhorn starfsemi 2021

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs telur afar mikilvægt að framkvæmdir við færslu Þjóðvegar 1 við Teigarhorn komi til framkvæmda sem allra fyrst ásamt endurnýjun á brú á Búlandsá.

Núverandi aðkoma að svæðinu er bæði óviðunandi og hættuleg og stendur í vegi fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu.
Óhöpp og slys á þessum kafla eru þó nokkur og umferð gangandi vegfarenda er vaxandi.
Beinir Heimastjórn því til Byggðaráðs að þrýsta á að það fari mun framar á samgönguáætlun en nú er.

6.Deiliskipulagsbreyting, Djúpivogur, Borgarland, neðsti hluti

Málsnúmer 202011081Vakta málsnúmer

Fyrir Heimastjórn liggja drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 9. september til 22. október 2021 sl.
Athugasemdir bárust frá þremur aðilum.

Heimastjórn fellst fyrir sitt leiti á svör skipulagsfulltrúa og samþykkir deiliskipulagið.

7.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur mikilvægt að fulltrúi sveitarstjóra sé í 100% starfshlutfalli á skrifstofu sveitarfélagsins. Myndi það tryggja betri tengsl milli íbúa og stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Einnig telur Heimastjórn mikilvægt að standa að lágmarki vörð um þau stöðugildi sem voru á staðnum fyrir sameiningu og tryggja áframhaldandi gott starf í Geysi.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?