Fara í efni

Cittaslow 2021

Málsnúmer 202101008

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 13. fundur - 07.06.2021

Heimastjórn telur mikilvægt að Cittaslow hugmyndafræðinni sé áfram haldið á lofti, hún efld innan byggðarlagsins og að verkefninu verði tryggðir fjármunir í fjárhagsáætlun.

Heimastjórn leggur til að stofnað verði 3 manna Cittaslow ráð til að halda utanum verkefnið ásamt því að ráðið verði í amk 70% starfshlutfall innan atvinnu og menningarmálasviðs til að sinna Cittaslow verkefnum á Djúpavogi.

Gestir

  • Greta Mjöll Samuelsdottir

Byggðaráð Múlaþings - 28. fundur - 10.08.2021

Fyrir lá erindi frá aðalskrifstofu Cittaslow, dags. 19.07.2021, þar sem aðildarfélög Cittaslow verkefnisins er hvött til að styrkja með fjárframlagi aðildarfélag í Belgíu (Chaudfontaine) er varð fyrir verulegu tjóni vegna náttúruhamfara (flóða) í sumar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum samþykkir Byggðaráð Múlaþings að veita til verkefnisins styrk að fjárhæð EUR 1.000,- sem skuli tekið af liðnum 21750 Vinabæjarsamskipti.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 33. fundur - 28.09.2021

Fyrir lá erindi frá atvinnu- og menningarsviði Múlaþings varðandi umsýslu og fyrirkomulag Cittaslow á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til framkominna ábendinga samþykkir byggðaráð Múlaþings að fela atvinnu- og menningarstjóra og sveitarstjóra Múlaþings að vinna greiningu á verkefnum sviðsins, forgangsröðun og mönnun með það að markmiði að hægt verði að uppfylla þær væntingar er til þess eru gerðar. Horft verði til þessa við endanlega útfærslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2022.

Samþykkt samhljóða

Heimastjórn Djúpavogs - 20. fundur - 15.11.2021

Heimastjórn leggur á það áherslu að málefnum Cittaslow sé fundinn fastur staður innan stjórnsýslu sveitarfélagsins og að þau verkefni og hugsunarháttur sem tilheyra stefnunni séu fastur þáttur í starfsemi sveitarfélagsins á hverjum degi.

Heimastjórn skorar á Sveitarstjórn Múlaþings að sýna í verki að vilji sé til að viðhalda og byggja upp Cittaslow stefnu á Djúpavogi og jafnvel í sveitarfélaginu öllu.
Gera þarf ráð fyrir starfskröftum til verkefnisins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?