Fara í efni

Djúpivogur - Borgarland neðsti hluti - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202011081

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 3. fundur - 30.11.2020

Hugrún Hjálmarsdóttir og Páll Líndal sátu fundinn undir þessum lið.

Heimastjórn á Djúpavogi samþykkir breytingu á deiliskipulagi fyrir neðsta hluta Borgarlands í samræmi við fyrri afgreiðslu í skipulags-, framkvæmda-og umhverfisnefnd Djúpavogshrepps og viðeigandi ákvæði skipulagslaga. Umhverfis- og framkvæmdasviði falið að fylgja málinu eftir. Samþykkt með tveimur atkvæðum (KI og IR) gegn einu atkvæði (JS).


Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Fyrir liggur að auglýsa þarf að nýju breytingu á deiliskipulagi neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi í samræmi við ábendingu Skipulagsstofnunar þar sem ekki náðist að birta auglýsingu um staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að auglýsingatíma tillögunnar lauk 4. maí 2020. Er það í samræmi við 2. mgr. 42. gr skipulagslaga og gr. 5.7.3. í skipulagsreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa tillöguna að nýju og vísar málinu til heimastjórnar Djúpavogs sem tekur endanlega ákvörðun um auglýsingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 17. fundur - 01.09.2021

Fyrir liggur að auglýsa þarf að nýju breytingu á deiliskipulagi neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi í samræmi við ábendingu Skipulagsstofnunar þar sem ekki náðist að birta auglýsingu um staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að auglýsingatíma tillögunnar lauk 4. maí 2020. Er það í samræmi við 2. mgr. 42. gr skipulagslaga og gr. 5.7.3. í skipulagsreglugerð.

Heimastjórn samþykkir að auglýsa tillöguna að nýju en lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með seinagang í framkvæmd auglýsingar og brýnir fyrir Umhverfis og framkvæmdasviði Múlaþings að tryggja að slík mistök eigi sér ekki stað aftur.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 36. fundur - 27.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 9. september til 22. október 2021 sl. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að drög að svörum við fram komnum athugasemdum og leggja þau fyrir næsta fund ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37. fundur - 03.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 9. september til 22. október 2021 sl. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum ásamt fyrirliggjandi tillögu á breytingu á deiliskipulagi Borgarlands, neðsta hluta. Málinu er vísað til afgreiðslu heimastjórnar Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 20. fundur - 15.11.2021

Fyrir Heimastjórn liggja drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 9. september til 22. október 2021 sl.
Athugasemdir bárust frá þremur aðilum.

Heimastjórn fellst fyrir sitt leiti á svör skipulagsfulltrúa og samþykkir deiliskipulagið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48. fundur - 02.03.2022

Breyting á deiliskipulagi Borgarland, neðsta hluta, tók gildi með birtingu í b-deild Stjórnartíðinda þann 15. febrúar 2022. Með breytingunni verða til 5 nýjar einbýlishúsalóðir við Borgarland. Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um auglýsingu lóðanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að framangreindar lóðir verði auglýstar til úthlutunar samkvæmt ákvæðum a-liðar 3. gr. samþykktar um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Umsóknarfrestur verði til og með 24. mars næstkomandi og lóðum úthlutað á næsta fundi ráðsins þar á eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?