Fara í efni

Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Fyrir liggja erindisbréf fyrir eftirtaldar nefndir Múlaþings:
Byggðaráð, umhverfis- og framkvæmdaráð, fjölskylduráð, heimastjórn Borgarfjarðar, heimastjórn Djúpavogs, heimastjórn Seyðisfjarðar, heimastjórn Fljótsdalshéraðs, öldungaráð og samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson sem óskaði eftir því að kosið yrði um erindisbréf öldungaráðs sér.

Forseti lagði það til að erindisbréf öldundagráðs yrði tekið til afgreiðslu fyrst og önnur erindisbréf í framhaldninu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf öldungaráðs

Samþykkt með sex atkvæðum, fimm sátu hjá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf byggðaráðs, umhverfis-og framkvæmdaráð, fjölskylduráð, heimastjórn Borgarfjarðar, heimastjórn Djúpavogs, heimastjórn Seyðisfjarðar, heimastjórn Fljótsdalshéraðs, samráðshóp um málefni fatlaðs fólks og felur sveitarstjóra að koma þeim til kynningar hjá viðkomandi nefndum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 80. fundur - 28.03.2023

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem fram koma tillögur að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna til heimastjórna til umsagnar. Er umsagnir heimastjórna liggja fyrir verða tillögurnar teknar til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 34. fundur - 05.04.2023

Málið var áður á dagskrá Byggðaráðs sem bókaði eftirfarandi: 

Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna til heimastjórna til umsagnar. Er umsagnir heimastjórna liggja fyrir verða tillögurnar teknar til afgreiðslu í byggðaráði. 

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir varðandi þær breytingar sem snúa að menningarverkefnum í minnisblaðinu. 

Heimastjórn Borgarfjarðar fer með stjórn Fjarðarborgar skv. samþykktum um stjórn Múlaþings. Fjarðarborg er B-hluta fyrirtæki í Múlaþingi og því eru í gildi reglur sem að mati heimastjórnar eru ekki jafnóskýrar og af er látið. Þær fyrirhuguðu breytingar sem lagðar eru til eru síst til þess fallnar að minnka óskýrleika líkt og lagt er upp með t.d. er varðar setninguna „fara með verkefni stjórnar félagsheimila samkvæmt nánari ákvörðun og eftir því sem við á“.
Jafnframt vill heimastjórn Borgarfjarðar koma því á framfæri að ein af forsendum sameiningar sveitarfélaganna var að tryggja að heimastjórn Borgarfjarðar hefði aðkomu að stjórn Fjarðarborgar. Að útþynna aðkomu heimastjórnar með þeim hætti sem lagt er til er ekki í anda sameiningarinnar.

Heimastjórn Borgarfjarðar ítrekar að í erindisbréfi hennar ætti að koma fram að engar ákvarðanir verði teknar um rekstur, eignarhald og/eða breytingar á Fjarðarborg án samþykkis heimastjórnar. 

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 34. fundur - 05.04.2023

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem fram koma tillögur að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna.

Eftirfarandi bókun var gerð í byggðaráði 28.3. 2023:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna til heimastjórna til umsagnar. Er umsagnir heimastjórna liggja fyrir verða tillögurnar teknar til afgreiðslu í byggðaráði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við tillögur þær sem fram koma í minnisblaðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 36. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem fram koma tillögur að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna sem byggðaráð samþykkti á fundi sínum 28.3.2023 að vísa til heimastjórna til umsagnar.

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur að breytingum á 3. grein í erindisbréfi heimastjórna.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 33. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem fram koma tillögur að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna sem byggðaráð samþykkti á fundi sínum 28.3.2023 að vísa til heimastjórna til umsagnar.

Heimastjórn á Seyðisfirði telur mikilvægt að framkomnar tillögur séu til þess fallnar að auka á skýrleika umrædds liðar 3. gr. í erindisbréfi heimastjórnar og tekur undir að nýjar tillögur um að hlutverk heimastjórnar sé að veita umsagnir menningarverkefna þegar eftir því er leitað og telur gott að taka dæmi um slík verkefni.

Heimastjórn telur að með umsjón félagsheimila og tjaldsvæða sé átt við að heimastjórn taki ákvörðun um hvort bjóða eigi út rekstur umræddra eininga og vera byggðarráði umsagnaraðili um rekstrarfyrirkomulag þeirra. Jafnframt telur heimastjórn æskilegt að eignasvið komi með skýrari hætti að þeim málum er varða fasteignir, rekstur og samningagerð um eignir sveitarfélagsins og fari með umsjón þeirra, þá geti atvinnu- og menningarsvið verið umsagnaraðili í slíkum málum.

Heimastjórn áréttar að breyta þarf 48. grein, A-liður, samþykkta Múlaþings í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á 3. gr. í erindisbréfi heimastjórna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 81. fundur - 18.04.2023

Fyrir liggur minnisblað varðandi tillögu að breytingu á 3. grein erindisbréfa heimstjórna auk umsagna heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að erindisbréf heimastjórna verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi tillögur í minnisblaði að breytingum á 3. grein í erindisbréfi heimastjórna. Byggðaráð felur skrifstofustjóra framkvæmd málsins sem mun svo koma til endalegrar afgreiðslu hjá byggðaráði.

Samþykkt með 4.atkvæðum, einn sat hjá (HÞ)

Hildur Þórisdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð gerir alvarlega athugasemd við breytingar á 3. gr. í erindisbréfi heimastjórna. Eftirfarandi breyting er ekki í anda þeirrar vinnu sem unnin var í aðdraganda sameiningar þar sem málefni félagsheimila voru sett undir Heimastjórnir. Lagt var upp með ákvörðunarvald heimastjórna í málefnum félagsheimila en breytingin sem lögð er til veikir áhrif þeirra sem fer gegn þeim markmiðum sem lagt var upp með upphaflega.

Byggðaráð Múlaþings - 82. fundur - 25.04.2023

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og fór yfir tillögur að uppfærslum á erindisbréfum heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að erindisbréf heimastjórna verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi tillögur og felur skrifstofustjóra framkvæmd málsins

Samþykkt með 3 atkvæðum, tveir sátu hjá (HÞ,ÁMS)

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:45

Sveitarstjórn Múlaþings - 36. fundur - 10.05.2023

Fyrir liggja bókanir frá fundum ungmennaráðs Múlaþings, dags. 17.04.23, og byggðaráðs Múlaþings, dags. 25.04.23, varðandi breytingu á erindisbréfum ungmennaráðs og heimastjórna.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir,Berglind Harpa Svavarsdóttir og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu ungmennaráðs varðandi breytingar á 8. gr. erindisbréfs ungmennaráðs og felur skrifstofustjóra að sjá um uppfærslu erindisbréfs ungmennaráðs.

Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu byggðaráðs um að erindisbréf heimastjórna verði uppfærð í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Sveitarstjórn felur skrifstofustjóra að sjá um uppfærslu erindisbréfs heimastjórna.

Samþykkt með 9 atkvæðum, einn sat hjá (ÁMS)einn á móti (ES)

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 08.06.2023

Ræddar voru leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.
Heimastjórn óskar eftir því að starfsmaður undirbúi tillögur í samræmi við umræður á fundinum sem lagðar verði fyrir byggðaráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 87. fundur - 20.06.2023

Til umfjöllunar eru tillögur, er starfsmaður vann að ósk heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitingar sem eru á borði heimastjórna.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 88. fundur - 27.06.2023

Til umfjöllunar eru tillögur, er skrifstofustjóri vann að ósk heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt tillögum í fyrirliggjandi minnisblaði samþykkir byggðaráð Múlaþings að fulltrúa sveitarstjóra í viðkomandi kjarna verði veitt umboð til að veita umsagnir um rekstrarleyfi, sem og umsagnir er varða akstursíþróttir og aksturskeppnir. Fulltrúi sveitarstjóra getur vísað afgreiðslu umsagnar til heimastjórnar telji viðkomandi það æskilegt.

Byggðaráð samþykkir að óska eftir umsögnum heimastjórna Múlaþings varðandi tillögu byggðaráðs að breyttu fyrirkomulagi. Að lokinni yfirferð heimastjórna verði málið aftur tekið fyrir í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 39. fundur - 06.07.2023

Fyrir fundinum lá bókun byggðaráðs dags. 27. júní varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við að fulltrúa sveitarstjóra verði veitt umboð til að veita umsagnir um rekstrarleyfi, sem og umsagnir er varða akstursíþróttir og aksturskeppnir. Fulltrúi sveitarstjóra getur vísað afgreiðslu umsagnar til heimastjórnar telji viðkomandi það æskilegt.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 36. fundur - 06.07.2023

Fyrir fundinum lá bókun byggðaráðs dags. 27. júní varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemdir við að fulltrúa sveitarstjóra verði veitt umboð til að veita umsagnir um rekstrarleyfi, sem hlotið hafa jákvæðar umsagnir allra tilskyldra aðila, sem og umsagnir er varða akstursíþróttir og aksturskeppnir. Fulltrúi sveitarstjóra getur vísað afgreiðslu umsagnar til heimastjórnar telji viðkomandi það æskilegt.

Starfsmanni falið að koma ábendingum til skrifstofustjóra í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 37. fundur - 06.07.2023

Til umfjöllunar eru tillögur, er skrifstofustjóri vann að ósk heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðaráðs 27.6. 2023:
Samkvæmt tillögum í fyrirliggjandi minnisblaði samþykkir byggðaráð Múlaþings að fulltrúa sveitarstjóra í viðkomandi kjarna verði veitt umboð til að veita umsagnir um rekstrarleyfi, sem og umsagnir er varða akstursíþróttir og aksturskeppnir. Fulltrúi sveitarstjóra getur vísað afgreiðslu umsagnar til heimastjórnar telji viðkomandi það æskilegt.

Byggðaráð samþykkir að óska eftir umsögnum heimastjórna Múlaþings varðandi tillögu byggðaráðs að breyttu fyrirkomulagi. Að lokinni yfirferð heimastjórna verði málið aftur tekið fyrir í byggðaráði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við afgreiðslu byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 37. fundur - 06.07.2023

Fyrir fundinum lá bókun byggðaráðs dags. 27. júní varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.

Heimastjórn á Borgarfirði gerir ekki athugasemdir við að fulltrúa sveitarstjóra verði veitt umboð til að veita umsagnir um rekstrarleyfi, sem og umsagnir er varða akstursíþróttir og aksturskeppnir. Fulltrúi sveitarstjóra getur vísað afgreiðslu umsagnar til heimastjórnar telji viðkomandi það æskilegt.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 90. fundur - 11.07.2023

Fyrir liggur tillaga er bókuð var á fundi byggðaráðs Múlaþings 27.06.2023, og snýst um að auka skilvirkni við afgreiðslur leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna. Jafnframt liggja fyrir umsagnir heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skrifstofustjóra að láta uppfæra erindisbréf heimastjórna sem og samþykktir um stjórn Múlaþings í samræmi við þetta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir liggja tillögur að uppfærðum erindisbréfum fyrir byggðaráð og heimastjórnir í samræmi við samþykktar breytingar á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að erindisbréfum fyrir byggðaráð og heimastjórnir Múlaþings og felur skrifstofustjóra birtingu þeirra og kynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?