Fara í efni

Fjallskil Borgarfirði 2021

Málsnúmer 202107008

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 11. fundur - 05.07.2021

Á fundinn kom Jón Sigmar Sigmarsson. Farið var yfir fyrirkomulag fjallskila undanfarin ár.

Heimastjórn samþykkir að skipa Jón Sigmar Sigmarsson sem fjallskilastjóra og honum verði falið að skipuleggja göngur ásamt staðgengli sveitarstjóra á grundvelli þess fyrirkomulags sem verið hefur.

Varðandi fjallskil í Loðmundarfirði leggur heimastjórn til að þau verði með svipuðu sniði og áður. Um fjallskil í Loðmundarfirði gilda lög nr.40 frá 1972. Í Loðmundarfjörð gengur fé frá nærliggjandi sveitum og æskilegt væri að samræma þátttöku fjáreiganda í heimtum þess.

Gestir

  • Jón Sigmar Sigmarsson - mæting: 18:30

Heimastjórn Borgarfjarðar - 12. fundur - 17.08.2021

Jón Sigmar Sigmarsson hefur beðist undan að stjórna fjallskilum í Loðmundarfirði. Rætt hefur verið við Þorstein Kristjánsson og Þórarinn Ragnarsson um að taka við stjórn fjallskila í Loðmundarfirði og hafa þeir samþykkt það. Smölun í Loðmundarfirði mun fara fram 4.- 5. september nk. Að öðru leyti verða fjallskil á Borgarfirði með hefðbundnum hætti.
Getum við bætt efni þessarar síðu?