Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

65. fundur 07. mars 2023 kl. 12:30 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Bylgja Borgþórsdóttir fræðslustjóri og íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þorbjörg Sandholt, Helena Rós Einarsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu 1. - 2. lið. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Þórunn Hrund Óladóttir og Ragnhildur Kristjánsdóttir sátu 2. - 5. lið. Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sat 5. lið.

1.Útboð á skólaakstri í grunnskólum

Málsnúmer 202303029Vakta málsnúmer

Fyrirliggur að samningar við alla skólabílstjóra Múlaþings renna út á vormánuðum 2023.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra undirbúa útboð og leita til fagaðila við undirbúning og framkvæmd þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Þjónusta sveitarfélaga 2022, könnun

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Þjónustukönnun, tuttugu stærstu sveitarfélaga, var framkvæmd í desember 2022- janúar 2023 á vegum Gallup. Niðurstaða könnunarinnar sýnir að ánægja með leik- og grunnskóla í Múlaþingi er á landsmeðatali.

Lagt fram til kynningar og jafnframt er fræðslustjóra falið að taka saman skýrslu sem byggir á niðurstöðu innra mats skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.

3.Betri vinnutími í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202302197Vakta málsnúmer

Fyrirliggur aðgerðaráætlun vegna innleiðingu ,,betri vinnutíma“ í leikskólum Múlaþings að tilmælum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Breytt fyrirkomulag á vinnutíma tekur gildi 1. ágúst 2023.

Lagt fram til kynningar

4.Staða á biðlista eftir leikskólaplássi fyrir 12 mánaða börn

Málsnúmer 202303019Vakta málsnúmer

Fyrirliggur yfirlit á úthlutuðum plássum á þessu skólaári og staðan á umsóknum og lausum plássum fyrir næsta skólaári í leikskólum Múlaþings.

Lagt fram til kynningar

5.Leikskóli Seyðisfjarðar, starfmannamál

Málsnúmer 202212049Vakta málsnúmer

Fyrirliggja tillögur frá Starfs- og kjararáði, dagsett 28. febrúar 2023. Tillögurnar, sem eru tímabundnar í sex mánuði, koma að beiðni fræðslustjóra til að bregðast við manneklu í leikskóladeild, Seyðisfjarðarskóla.

Fjölskylduráð leggur til við Sveitarstjórn að sveitarfélagið aðstoði fagmenntað starfsfólk við að finna húsnæði á Seyðisfirði. Jafnframt verði greiddar mánaðarlegar greiðslur í sex mánuði til starfsfólks leikskóladeildar Seyðisfjarðaskóla. Fræðslustjóra falið að vinna áfram með þessar tillögur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Þjóðfundur um framtíðarskipan heilstæðrar skólaþjónustu

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Fyrirliggur tölvupóstur frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsett 2. mars 2023. Í póstinum er óskað er eftir að sveitarfélög hafi sinn eigin þjóðfund heima í héraði. Tilgangur þjóðfundarins er að varpa ljósi á álitamál og leita lausna í sameiningu um bestu framtíðarskipan heildstæðrar skólaþjónustu í þágu nemenda.

Fjölskylduráð stefnir á að halda sambærilegan fund í tengslum við vinnu á fjölskyldustefnu Múlaþings og þar verða mál skólaþjónustunnar m.a. tekin fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?