Fara í efni

Frístund í grunnskólum, samræmd gjaldskrá

Málsnúmer 202408197

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 111. fundur - 03.09.2024

Fyrir liggur tillaga að samræmdri gjaldskrá vegna frístundar í grunnskólum Múlaþings. Tillagan gengur út á að samræma frístundagjald allra skóla að gjaldskrá Egilsstaðaskóla og Fellaskóla frá 1. janúar 2025. Að systkinaafsláttur verði samræmdur í frístund og verður 25% af öðru systkini frá 1. ágúst 2024 og að starfsemi, opnunartími og reglur í frístundum skólanna verði samræmd frá og með ágúst 2025.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur en frestar samræmdu frístundagjaldi Seyðisfjarðarskóla til ágúst 2025. Málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?