Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

107. fundur 18. júní 2024 kl. 12:30 - 14:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Aðalheiður Árnadóttir verkefnastjóri í félagslegri ráðgjöf og stuðningi
  • Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri í félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Aðalheiður Árnadóttir og Anna Alexandersdóttir verkefnastjórar í félagsþjónustu mæta á fundinn undir þessum lið og kynna drög að nýjum reglum.

1.Reglur um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202301121Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsþjónustu leggja fyrir og kynna endurskoðaðar reglur um stuðningsþjónustu hjá félagsþjónustu Múlaþings. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á reglum um stuðningsþjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Aðalheiður Árnadóttir, verkefnastjóri í félagsþjónustu mætir fyrir fundinn og kynnir þennan lið.

2.Reglur um dagdvöl

Málsnúmer 202405120Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsþjónustu leggja fyrir ráðið uppfærðar reglur um dagdvöl fyrir eldri borgara til umfjöllunar og samþykktar. Fjölskylduráð Múlaþings samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á reglum um dagdvöl fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri í félagsþjónustu mætir á fundinn undir þessum lið og kynnir mál.

3.Frumkvæðisathugun á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks, tilkynning

Málsnúmer 202404059Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar svör félagsþjónustu Múlaþings við frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks.
Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri í félagsþjónustu mætir á fundinn undir þessum lið og kynnir mál.

4.Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202403002Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar svör félagsþjónustu Múlaþings við frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélagsins.
Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri í félagsþjónustu mætir á fundinn undir þessum lið og kynnir mál.

5.Greining á þörf fatlaðs fólks eftir sértæku húsnæði á grunnvelli laga nr. 38 2018

Málsnúmer 202403122Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar svar félagsþjónustu við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um upplýsingar um húsnæðisþörf fatlaðs fólks í Múlaþingi.
Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri í félagsþjónustu mætir á fundinn undir þessum lið og kynnir mál.

6.Frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga

Málsnúmer 202405180Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk.

7.Úttekt á samræmdri móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202310177Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á samræmdri móttöku flóttafólks.

8.Umsagnarbeiðni um mál 925, frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungavistanir, yfirlögráðendur o.fl.).

Málsnúmer 202405095Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.), 925. mál.

Lagt fram til kynningar.

9.Tillaga um húsnæði fyrir eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202402028Vakta málsnúmer

Minnispunktar frá fundi félagsmálastjóra með stjórn félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði lögð fram til kynningar.

10.Söfnun Fjölskylduhjálpar Íslands

Málsnúmer 202403134Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Fjölskylduhjálp Íslands þar sem beðið er um fjárstuðning. Fjölskylduráð Múlaþings getur ekki orðið við beiðninni og óskar Fjölskylduhjálp Íslands velfarnaðar í störfum sínum.

11.Starfsmaður hjá landshlutasamtökum vegna farsældarmála barna

Málsnúmer 202406065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 6. júní 2024, frá Dagmar Ýr Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra SSA og Austurbrúar, þar sem reifuð er tillaga mennta- og barnamálaráðuneytisins um að gerðir verði viðaukasamningar við sóknaráætlun hvers landshluta svo landshlutasamtökin geti ráðið til sín verkefnastjóra í tvö ár til að sinna þessum málaflokki heilt yfir fjórðunginn og komið á fót farsældarráðum í hverjum landshluta skv. 5 gr. farsældarlaganna. Óskað er eftir afstöðu Múlaþings til málsins.

Fjölskylduráð fagnar tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins sem styrkir innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu sem og verkefnið öruggara Austurland og tekur undir að þessi tvö verkefni eigi samleið og því sé hentugt að vinna þau saman.

12.Skýrsla félagsmálastjóra 2024

Málsnúmer 202305269Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar málefni sviðsins frá síðasta fundi fjölskylduráðs.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?