- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Sigurður Gunnarsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fjölskylduráð telur að heimsóknir til trúfélaga séu eðlilegur hluti af fræðslu nemenda um tiltekin trúarbrögð enda eru heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar. Gamlar reglur Fljótsdalshéraðs samræmast aðalnámsskrá þar sem segir að trúarbragðafræði sé ætlað að auka skilning á ríkjandi trúarbrögðum og ólíkum trúarhefðum með umburðarlyndi og víðsýni að leiðarljósi. Allir trúarhópar og lífskoðunarfélög sitja við sama borð og geta boðið nemendum í heimsókn en það er réttur foreldra að neita slíku boði. Ekki verður séð að núverandi fyrirkomulag hafi skapað vandamál og þátttaka í kirkjuheimsóknum hefur verið almenn. Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að uppfæra reglur Fljótsdalshéraðs um samskipti skólastofnanna og trúfélaga fyrir Múlaþing.
Þrír samþykkja (SG, BE, SDMG), einn situr hjá (GBH) og þrír eru móti (ES, ÁMS, JHÞ).
Jóhann Hjalti Þorsteinsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fjölskylduráð áréttar að það er réttur hvers foreldris að sinna trúarlegu uppeldi og trúarlegri innrætingu barna sinna á eigin forsendum og beinir því til stjórnenda fræðslustofnana að láta af heimsóknum til trúfélaga, hvort sem er á aðventu eða í aðdraganda annarra trúarhátíða.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að vinna að reglum um þetta efni og leggja fyrir ráðið.
Þrír samþykkja (ES, ÁMS, JHÞ), einn situr hjá (GBH) og þrír eru móti (SG, BE, SDMG).
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að vinna reglur um samskipti skólastofnana Múlaþings og trúfélaga.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.