Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

143. fundur 18. febrúar 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Ásta Tryggvadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Björn Ingimarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tilboð í Hafnargötu 11 - Gamla ríkið sem opnuð voru með formlegum hætti miðvikudaginn 22. janúar 2025. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Í vinnslu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:50

3.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað varðandi yfirtöku og framtíðarfyrirkomulag fjarvarmaveitunnar á Seyðisfirði.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Fyrir liggja drög að kaupsamningi milli Rarik og HEF-veitna um kaup á fjarvarmaveitu á Seyðisfirði. Fyrir hönd Múlaþings sem eiganda HEF-veitna samþykkir Byggðaráð Múlaþings að HEF-veitur muni annast rekstur fjarvarmaveitu á Seyðisfirði á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Jafnframt er sveitarstjóra falið að undirrita samninginn f.h. Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.17. júní á Egilsstöðum 2025

Málsnúmer 202502077Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengdust Ásta Dís Helgadóttir formaður fimleikadeildar Hattar og Elsa Guðný Björgvinsdóttir verkefnastjóri menningarmála og kynntu erindi frá fimleikadeild Hattar sem hefur staðið að 17. júní hátíðarhöldum á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að hækka framlag til fimleikadeildarinnar um 300.000kr í ljósi hækkunar verðlags.

Gestir

  • Ásta Dís Helgadóttir og Elsa Guðný Björgvinsdóttir - mæting: 09:25

5.Fundagerðir SSA 2025

Málsnúmer 202502071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SSA, dags.31.janúar 2025

Lagt fram til kynningar

6.Fundargerðir Sambands Íslenskrasveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundagerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dags. 13.desember 2024, 17.janúar 2025 og 22.janúar 2025.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags.24.janúar 2025.

Lagt fram til kynningar

8.Fundagerðir Austurbrúar 2025

Málsnúmer 202502070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags.31.janúar 2025.

Lagt fram til kynningar

9.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202501210Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags.31.janúar.2025.

lagt fram til kynningar.

10.Samráðsgátt. Áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 202502045Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ábending frá innviðaráðuneytinu þar sem athygli er vakin á því að opið samráð stendur yfir um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum m.t.t. 129. gr. laganna um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar endurskoðun á sveitastjórnarlögum með það að markmiði að setja á skýrari feril kostnaðarmats, það er mat á áhrifum frumvarpa og lagasetninga eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins sem hefur áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Þannig verður komið til móts við þá gagnrýni sveitarfélaga að kostnaðarmat sé ekki framkvæmt eða ófullnægjandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd