Fara í efni

Samráðsgátt. Áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 202502045

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 143. fundur - 18.02.2025

Fyrir liggur ábending frá innviðaráðuneytinu þar sem athygli er vakin á því að opið samráð stendur yfir um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum m.t.t. 129. gr. laganna um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar endurskoðun á sveitastjórnarlögum með það að markmiði að setja á skýrari feril kostnaðarmats, það er mat á áhrifum frumvarpa og lagasetninga eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins sem hefur áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Þannig verður komið til móts við þá gagnrýni sveitarfélaga að kostnaðarmat sé ekki framkvæmt eða ófullnægjandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd