Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

116. fundur 14. maí 2024 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Gestir

  • Sigrún Hólm Þorleifsdóttir mannauðsstjóri og Nína Heiðrún Óskarsdóttir launafulltrúi - mæting: 09:40

2.Umsókn um stöðuleyfi fyrir stýrishús, Ferjuleiru 2, 710

Málsnúmer 202404201Vakta málsnúmer

Farið er fram á samþykki byggðarráðs fyrir að staðsestja stýrishús (torgsöluhús/listaverk) á hluta af lóðinni Lónsleiru 2-4-6 samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að veita Moniku Frycova leyfi til að staðsetja stýrishús (torgsöluhús/listaverk) á hluta af lóðinni Lónsleiru 2-4-6 samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd, til umráða í eitt ár.
Byggðaráð tekur undir með heimastjórn Seyðisfjarðar að stöðuleyfisumsókn gefur ekki vilyrði fyrir fjáraðstoð sveitarfélagsins við flutning né uppsetningu stýrishúss á nýjum stað.
Byggðaráð felur byggingarfulltrúa framkvæmd málsins í samræmi við afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Umsókn um stöðuleyfi, Við torgið í Hafnargarðinum á Seyðisfirði,

Málsnúmer 202404293Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Eastfjords Adventures ehf. um afnot af hluta af lóðinni Lónsleiru 2-4-6 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að Eastfjords Adventures ehf. fái hluta af lóðinni Lónsleiru 2-4-6 til umráða á tímabilinu 1. júní til 1. október 2024 undir torgsölu, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd. Byggðaráð felur byggingarfulltrúa framkvæmd málsins í samræmi við afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samkomulag.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Störf og þjónusta opinberra aðila á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202404031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 2.5.2024:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að taka til umfjöllunar tækifæri fyrir störf á vegum ríkisins í Múlaþingi með vísan til skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um óstaðbundin störf, stöðu og framtíðarhorfur 2023 og með vísan til stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036, t.d. aðgerð B.7. Óstaðbundin störf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð fagnar þeim jákvæðu niðurstöðum sem fram koma í skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri varðandi árangur sem náðst hefur í sumum ráðuneytum og stofnunum ríkisins varðandi auglýsingar um störf án staðsetningar.

Í aðgerð B7, óstaðbundin störf, er m.a. fjallað um að byggðir "verði vinnustaðaklasar í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og annarra aðila eftir atvikum þannig að góð vinnuaðstaða verði í boði sem víðast um landið."

Byggðaráð hvetur innviðaráðuneytið til að beita sér fyrir því að óstaðbundin störf verði auglýst þegar auglýsa þarf opinber störf og leggur einnig áherslu á að ríkið komi að borði varðandi kostnað við uppbyggingu vinnustaðaklasa eins og kemur skýrt fram í samþykktri Þingsályktun um stefnumótandi byggðaráætlun 2022-2036.

Byggðaráð felur einnig sveitarstjóra að óska eftir fundi með forstöðumanni Lands og skóga um starfsemi stofnunarinnar á Egilsstöðum / Austurlandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.GSM samband á Jökuldal

Málsnúmer 202305090Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá íbúafundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem haldnir voru í apríl s.l. en þar kom m.a. fram upplýsingar um slæmt gsm samband á Skjöldólfsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma framkomnum ábendingum varðandi gsm samband á Jökuldal á framfæri við Fjarskiptasjóð, símafyrirtækin, Landsvirkjun og Neyðarlínuna með ósk um samráðsfund.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. apríl 2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Kaupvangur 10, kaupsamningur

Málsnúmer 202405062Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að kaupsamningi milli Múlaþings og Landstólpa ehf. um kaup Múlaþings á fasteigninni að Kaupvangi 10, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að kaupsamningi milli Múlaþings og Landstólpa ehf. um kaup Múlaþings á fasteigninni að Kaupvangi 10, Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Beiðni um styrk vegna 50 ára afmælis Egilsstaðakirkju

Málsnúmer 202404068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Egilsstaðakirkju varðandi styrk frá sveitarfélaginu í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar.

Í vinnslu.

9.Flugdagur á Egilsstöðum 28.7.2024

Málsnúmer 202403015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 10. mars. 2024, frá Þuru Garðarsdóttur, þar sem sótt er um styrk til að halda hátíðina Flug og fákar, 28. júlí á Egilsstaðaflugvelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að styrkja hátíðina Flug og fákar, sem haldin verður 28. júlí á Egilsstaðaflugvelli, um kr. 450.000 af lið 21810.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2024

Málsnúmer 202404145Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn var 7. maí síðastliðinn.

Lagt fram til kynningar.

11.Umsagnarbeiðni um 930.mál - Lagareldi

Málsnúmer 202404243Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar 930. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, frumvarp til laga um lagareldi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?