Fara í efni

Störf og þjónusta opinberra aðila á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202404031

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 46. fundur - 02.05.2024

Fyrir liggur skýrsla Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um óstaðbundin störf, stöðu og framtíðarhorfur 2023.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við byggðaráð að teknar verði upp viðræður við Land og skóga, um starfsemi Lands og skóga, með tilliti til þeirra verkefna sem heyra undir stofnunina á Austurlandi.

Heimastjórn Fljótsdalshérað beinir því til byggðaráðs að taka til umfjöllunar tækifæri fyrir störf á vegum ríkisins í Múlaþingi með vísan til skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um óstaðbundin störf, stöðu og framtíðarhorfur 2023 og með vísan til stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036, t.d. aðgerð B.7. Óstaðbundin störf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 116. fundur - 14.05.2024

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 2.5.2024:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að taka til umfjöllunar tækifæri fyrir störf á vegum ríkisins í Múlaþingi með vísan til skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um óstaðbundin störf, stöðu og framtíðarhorfur 2023 og með vísan til stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036, t.d. aðgerð B.7. Óstaðbundin störf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð fagnar þeim jákvæðu niðurstöðum sem fram koma í skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri varðandi árangur sem náðst hefur í sumum ráðuneytum og stofnunum ríkisins varðandi auglýsingar um störf án staðsetningar.

Í aðgerð B7, óstaðbundin störf, er m.a. fjallað um að byggðir "verði vinnustaðaklasar í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og annarra aðila eftir atvikum þannig að góð vinnuaðstaða verði í boði sem víðast um landið."

Byggðaráð hvetur innviðaráðuneytið til að beita sér fyrir því að óstaðbundin störf verði auglýst þegar auglýsa þarf opinber störf og leggur einnig áherslu á að ríkið komi að borði varðandi kostnað við uppbyggingu vinnustaðaklasa eins og kemur skýrt fram í samþykktri Þingsályktun um stefnumótandi byggðaráætlun 2022-2036.

Byggðaráð felur einnig sveitarstjóra að óska eftir fundi með forstöðumanni Lands og skóga um starfsemi stofnunarinnar á Egilsstöðum / Austurlandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?