Fara í efni

Umsókn um stöðuleyfi fyrir stýrishús, Ferjuleiru 2, 710

Málsnúmer 202404201

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 46. fundur - 02.05.2024

Fyrir liggur umsókn um stöðuleyfi dags. 22. apríl 2024 fyrir torgsöluhús að Ferjuleiru 2-6. Farið er fram á umsögn heimastjórnar vegna afgreiðslu stöðuleyfis fyrir torgsölu hús til lengri tíma en tveggja mánuða. Vísað er til umóknar og gagna málsins varðandi opnunartíma og fl. Eggert Már Sigtryggsson Þjónustufulltrúi umhverfis-og framkvæmdamála sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn á Seyðisfirði gerir ekki athugasemdir við að Monika Frycova verði veitt stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi við Ferjuleiru 2 í allt að 1 ár. Heimastjórn bendir á að stöðuleyfisumsókn gefur ekki vilyrði fyrir fjáraðstoð sveitarfélagsins við flutning né uppsetningu Stýrishúss á nýjum stað. Umsækjenda er bent á menningarstyrki svo sem Uppbyggingarsjóð Austurlands eða menningarstyrki Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Eggert Már Sigryggsson - mæting: 10:10

Byggðaráð Múlaþings - 116. fundur - 14.05.2024

Farið er fram á samþykki byggðarráðs fyrir að staðsestja stýrishús (torgsöluhús/listaverk) á hluta af lóðinni Lónsleiru 2-4-6 samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að veita Moniku Frycova leyfi til að staðsetja stýrishús (torgsöluhús/listaverk) á hluta af lóðinni Lónsleiru 2-4-6 samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd, til umráða í eitt ár.
Byggðaráð tekur undir með heimastjórn Seyðisfjarðar að stöðuleyfisumsókn gefur ekki vilyrði fyrir fjáraðstoð sveitarfélagsins við flutning né uppsetningu stýrishúss á nýjum stað.
Byggðaráð felur byggingarfulltrúa framkvæmd málsins í samræmi við afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?