Fara í efni

GSM samband á Jökuldal

Málsnúmer 202305090

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 08.06.2023

Fyrir liggja minnispunktar um gsm samband á Jökuldal frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að vinna að úrbótum á gsm sambandi á svæðinu í samstarfi við hlutaðeigandi aðila s.s. símafyrirtækin, Landsvirkjun og Neyðarlínuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 87. fundur - 20.06.2023

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.06.2023, varðandi GSM samband á Jökuldal og því beint til byggðaráðs að vinna að úrbótum á gsm sambandi á svæðinu í samstarfi við hagaðila.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma framkomnum ábendingum varðandi gsm samband á Jökuldal á framfæri við Fjarskiptasjóð, símafyrirtækin, Landsvirkjun og Neyðarlínuna með ósk um samráðsfund.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 116. fundur - 14.05.2024

Fyrir liggur minnisblað frá íbúafundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem haldnir voru í apríl s.l. en þar kom m.a. fram upplýsingar um slæmt gsm samband á Skjöldólfsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma framkomnum ábendingum varðandi gsm samband á Jökuldal á framfæri við Fjarskiptasjóð, símafyrirtækin, Landsvirkjun og Neyðarlínuna með ósk um samráðsfund.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?