Fara í efni

Endurskoðun á reglum um starfsþróun, sí- og endurmenntun og úthlutunarregur starfsþróunarsjóðs Múlaþings

Málsnúmer 202404231

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 115. fundur - 30.04.2024

Fyrir liggja til afgreiðslu í byggðaráði endurskoðaðar reglur varðandi starfsþróun, sí- og endurmenntun starfsfólks og endurskoðaðar úthlutunarreglur Starfsþróunarsjóðs Múlaþings auk minnisblaðs verkefnastjóra mannauðs. Inn á fundinn undir þessum lið kom verkefnastjóri mannauðsmála Sigrún Hólm Þórleifsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að endurskoðuðum úthlutunarreglum Starfsþróunarsjóðs Múlaþings og endurskoðuðum reglum um starfsþróun, sí- og endurmenntun starfsfólk hjá Múlaþingi. Verkefnastjóra mannauðs er falið að uppfæra umræddar reglur í samræmi við afgreiðslu byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?