Fara í efni

Viðhaldsvottun á jafnlaunakerfi Múlaþings 2024

Málsnúmer 202401126

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 107. fundur - 20.02.2024

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra mannauðs varðandi fyrirhugaða jafnlaunaúttekt sveitarfélagsins sem verður 20. mars nk.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 115. fundur - 30.04.2024

Fyrir liggur úttektarskýrsla bsi Ísland fyrir jafnlaunakerfi Múlaþings auk minnisblaðs verkefnastjóra mannauðs. Fram kemur m.a. að óútskýrður launamunur hjá launafólki Múlaþings er 0,6% körlum í vil. Samkvæmt jafnlaunastefnu Múlaþings skal óútskýrður launamunur aldrei vera meiri en 3,5% en ávallt sem næst 0%. Inn á fundinn undir þessum lið kom verkefnastjóri mannauðsmála Sigrún Hólm Þórleifsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir - mæting: 11:08
Getum við bætt efni þessarar síðu?