Fara í efni

Tækniminjasafn Austurlands, Angró

Málsnúmer 202210188

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 67. fundur - 15.11.2022

Fyrir liggja óskir frá stjórn Tækniminjasafns Austurlands varðandi annars vegar hækkun á grunnframlagi til rekstrar og hins vegar um að fá lóðirnar við Lónsleiru 11-17 úthlutaðar endurgjaldslaust og að þeim yrði breytt í safnasvæði á deiliskipulagi. Einnig er óskað eftir því að fá húsið Angró formlega afhent þannig að hægt verði að hefja endurbyggingu þess sem fyrst, að sveitarfélagið skipi fulltrúa í byggingarnefnd hússins og að þeir fjármunir sem ætlaðir eru til flutnings húsa á Seyðisfirði fylgi með auk þeirra fjármuna er höfnin hefur fengið í bætur vegna þess tjóns sem orðið hefur á umræddu húsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir kr. 10.000.000,- sem grunnframlagi til rekstrar Tækniminjasafns Austurlands og að svo stöddu sér Byggðaráð ekki að hægt verði að hækka þá fjárhæð. Hvað óskir er snúa að lóðamálum varðar er þeim vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu auk skipan fulltrúa í byggingarnefnd. Byggðaráð lýsir yfir stuðningi við að Tækniminjasafnið fái húsið Angró formlega afhent ásamt mögulegu fjármagni og felur sveitarstjóra að láta vinna tillögu að því máli og leggja fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 77. fundur - 20.02.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands þar sem óskað er eftir að fá úthlutað fjórum lóðum við Lónsleiru 11-17 endurgjaldslaust og þeim breytt í safnasvæði á deiliskipulagi. Erindið var tekið fyrir á 67. fundi byggðaráðs sem vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.
Bæjarstjóri sat fundinn undir umræðum við þennan lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Tækniminjasafni Austurlands verði úthlutað þremur lóðum við Lónsleiru 13, 15 og 17. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir jafnframt að veita 80% afslátt af gatnagerðargjöldum lóðanna á þeirri forsendu að safnið missti húsnæði sitt í skriðuföllum árið 2020 og er óheimilt að endurbyggja á núverandi lóðum.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:55
Getum við bætt efni þessarar síðu?