- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Kjörstaðir og kjördeildir
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að kjörstaðir vegna sveitarstjórnar og heimastjórnarkosninga í Múlaþingi 14. maí 2022 verði eftirfarandi:
Borgarfjörður eystri: Hreppstofan Borgarfirði.
Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi.
Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilstöðum.
Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði.
Jafnframt samþykkir byggðaráð að kjördeildir við sveitarstjórnarkosningarnar og heimastjórnarkosningarnar verða fimm talsins, þar af tvær á Fljótsdalshéraði. Kjördeildirnar á Fljótsdalshéraði skiptast þannig: Í kjördeild nr. 1 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur, hverra nöfn byrja á bókstafnum A til og með bókstafnum R. Í kjördeild 2 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur hverra nöfn byrja á bókstafnum S til Ö, íbúar í Fellabæ, Eiðum og Hallormsstað og íbúar í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.
Yfirkjörstjórn
Til að fullmanna kjörstjórnir vegna hæfisreglu 18. greinar nýrra kosningalaga, og vegna heimastjórnarkosninga samþykkir byggðaráð Múlaþings skipun í kjörstjórnir.
Tveir fulltrúar í yfirkjörstjórn Múlaþings. Sem aðalmaður Hlynur Jónsson. Sem varamaður Ólöf Ólafsdóttir.
Aðrir í yfirkjörstjórn eru áfram sem aðalmenn þau Þórunn Hálfdánardóttir, Björn Aðalsteinsson og sem varamenn þau Ásdís Þórðardóttir og Guðni Sigmundsson.
Utankjörfundaatkvæðagreiðsla
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því við sýslumann að hægt verði að kjósa í skrifstofum sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra og Djúpavogi á opnunartíma skrifstofanna, frá og með 25. apríl til og með 13. maí.
Kjörstjórar vegna utankjörfundaatkvæðagreiðslu
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því við sýslumann að kjörstjórar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslna verði Jón Þórðarson á Borgarfirði eystri og Eva Björk Hlöðversdóttir og Þórhildur Katrín Stefánsdóttir á Djúpavogi.
Byggðaráð vísar framangreindum afgreiðslum til sveitarstjórnar Múlaþings til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.