Hreinsunarstarf gengur vel. Sökum úrkomu sem var um helgina verður ekki unnið við varnargarða í dag, mánudag, og á morgun. Tækin sem verið er að nota eru stór og þung og því vinnst illa undan þeim á meðan jarðvegurinn er svona blautur. Þá liggur vinna við keyrslu úr dammi við Búðará og við Slippinn einnig niðri af sömu ástæðu. Áframhald verður á neðangreindum verkefnum er líður á vikuna.
Hreinsun úti við:
- Áframhaldandi hreinsun á svæðinu þar sem Framhúsið stóð. Verki að mestu lokið
- Áframhaldandi hreinsun í Slippnum.
- Áframhaldandi vinna við að hreinsa svæði Tækniminjasafnsins en sú vinna er að mestu búin.
Bráðavarnir:
- Mokað upp úr damminum í Búðaránni, akstur geymdur meðan er þýða.
- Unnið í görðunum ofan við Slippinn þegar aðstæður leyfa aftur, töluvert umframefni þar sem þarf að fjarlægja.
- Verið er að vinna að hönnun á svæðinu milli Fossgötu og Búðarár og ræsi undir Hafnargötu.
- Lagfæringar á lækjarfarvegi ofan við Botnahlíð 33-35 og farvegi Dagmálalækjar innan við Botnahlíð 32. Verður unnið þegar aðstæður leyfa.
Munahreinsun:
- Munahreinsun gengur mjög vel og er talsvert á undan því sem áætlað var.
- Vinna er í gangi við flokkun muna úr Tækniminjasafni.