19.01.21
Fréttir
Samtal í boði við starfsfólk Veðurstofu í þjónustumiðstöð almannavarna
Starfsfólk frá Veðurstofu Íslands verður staðsett í þjónustumiðstöðinni í Herðubreið miðvikudaginn 20. janúar og fimmtudaginn 21. janúar frá klukkan 16-19. Ef fólk vill spjalla við starfsfólkið og fá til að mynda upplýsingar um vöktun á svæðinu, vinnu við hættumat eða annað sem tengist störfum Veðurstofunnar, má panta tíma í síma þjónustumiðstöðvarinnar 839-9931 eða með því að senda netpóst á netfangið sey@logreglan.is.