Fara í efni

Yfirlit frétta

Ljósmynd Unnar Jósepsson.
19.01.21 Fréttir

Samtal í boði við starfsfólk Veðurstofu í þjónustumiðstöð almannavarna

Starfsfólk frá Veðurstofu Íslands verður staðsett í þjónustumiðstöðinni í Herðubreið miðvikudaginn 20. janúar og fimmtudaginn 21. janúar frá klukkan 16-19. Ef fólk vill spjalla við starfsfólkið og fá til að mynda upplýsingar um vöktun á svæðinu, vinnu við hættumat eða annað sem tengist störfum Veðurstofunnar, má panta tíma í síma þjónustumiðstöðvarinnar 839-9931 eða með því að senda netpóst á netfangið sey@logreglan.is.
Hreinsunarstarf á Seyðisfirði
19.01.21 Fréttir

Hreinsunarstarf á Seyðisfirði

Síðustu vikur hefur verið unnið að hreinsunarstarfi á Seyðisfirði, meðal annars á áhrifasvæði stóru skriðunnar er féll 18. desember við svokallaðan Múla. Þar er um hús að ræða við Hafnargötu númer 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c. Svæðið telst vinnusvæði þar sem óviðkomandi er bannaður aðgangur. Stórvirkar vélar eru notaðar við hreinsunarstarf og gerð varnargarðs ofan við fyrrnefnd hús.
Mynd úr myndasafni.
18.01.21 Fréttir

Opnað í Stafdal – takmarkanir í gildi

Skíðasvæðið í Stafdal hefur verið opnað að nýju fyrir skíðafólki á öllum aldri. Takmarkanir eru þó á opnun svæðisins vegna sóttvarna og eru gestir svæðisins beðnir að kynna sér þær vel. Tveggja metra reglan gildir alls staðar á svæðinu og er grímuskylda í og við hús og í og við biðraðir. Verður þessari reglu framfylgt stíft og grímulausum verður vísað af svæðinu. Fyrst um sinn verður hámarksfjöldi á svæðinu miðaður við 125 manns fæddum 2004 og fyrr. Börn fædd 2005 og seinna eru ekki inni í þeirri tölu. Fari fjöldi á svæðinu nálægt hámarki stöðvast kortasala og munum við auglýsa það á samfélagsmiðlum og heimasíðu og loka svæðinu fyrir fleiri gestum.
Ljósmynd Ómar Bogason.
18.01.21 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga 18. janúar

Haldinn verður upplýsingafundur fyrir Seyðfirðinga mánudaginn 18. janúar kl. 17.00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings. Farið verður yfir helstu atriði sem fram koma á fundinum á ensku og pólsku. Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Engin hreyfing hefur greinst í hlíðinni
16.01.21 Fréttir

Engin hreyfing hefur greinst í hlíðinni

Vel hefur verið fylgst með hlíðinni ofan Seyðisfjarðar í dag sökum mikillar úrkomu sem hófst í gærkvöldi og stendur enn. Samkvæmt mælum Veðurstofu og mati á vettvangi hefur engin hreyfing á hlíðinni verið greind. Hún er því stöðug þrátt fyrir rigningar. Áfram verður fylgst með og ákvörðun tekin í fyrramálið um mögulega afléttingu rýmingar frá því á föstudagskvöld.
Frá Seyðisfirði í gær.
15.01.21 Fréttir

Rýming á Seyðisfirði í varúðarskyni

// english // polish // Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að rýma neðangreind svæði á Seyðisfirði vegna úrkomuspár. Rýmingu skal lokið í kvöld kl. 22. Talsverðri úrkomu er spáð á Seyðisfirði frá miðnætti í nótt og á laugardag. Úrkoman byrjar eftir kl. 19 í kvöld og ákefð eykst svo skömmu eftir miðnætti. Draga á aftur úr úrkomu eftir kl. 18 á laugardag.
Fyrirlestur fyrir foreldra um karlmennskuna
14.01.21 Fréttir

Fyrirlestur fyrir foreldra um karlmennskuna

Múlaþing býður öllum foreldrum upp á flotta fræðslu í kvöld, fimmtudag 14. janúar, frá Þorsteini Einarssyni. Þorsteinn hefur haldið úti átakinu Karlmennskan síðustu ár. Þorsteinn var með fræðslu fyrir ME-inga fyrir jólin og svo fá unglingar í Múlaþingi öllu fræðslu í næstu viku. Teamsfundinn má nálgast hér.
Mynd birt með leyfi.
14.01.21 Fréttir

SkautA fær grindur að gjöf

Skautasvellið okkar við Samfélagssmiðjuna hefur notið mikilla vinsælda meðal barna og fullorðinna í vetur. Skautafélaginu barst á dögunum gjöf frá versluninni Vaski en þau gáfu stuðningsgrindur fyrir byrjendur. Grindurnar gera skauturum auðveldara fyrir að taka fyrstu skrefin í íþróttinni og finna jafnvægið.
Engin söfnun jólatrjáa frá íbúum í Múlaþingi
13.01.21 Fréttir

Engin söfnun jólatrjáa frá íbúum í Múlaþingi

Múlaþing mun ekki standa fyrir að jólatré verði sótt til íbúa.
6. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings - dagskrá
13.01.21 Fréttir

6. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings - dagskrá

6. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fjarfundi, 13. janúar 2021 og hefst kl. 14:00.
Getum við bætt efni þessarar síðu?