Fara í efni

Sinfóníuhljómsveit Austurlands með tónleika

06.09.2021 Fréttir

Sinfóníuhljómsveit Austurlands heldur tónleika þann 12. september 2021 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði. Tónleikarnir eru meðal annars styrktir af Múlaþingi.

Tónleikarnir bera titilinn La dolce vita og verður tónlist sem tengist Miðjarðarhafinu í sviðsljósinu. Hljómsveitin flytur forleik að Brúðkaupi Figaros eftir Wolfgang Amadeus Mozart ásamt Sinfóníu nr. 4 eftir Felix Mendelssohn, betur þekkt sem „sú ítalska“. Einnig leikur Svanur Vilbergsson, gítarleikari, einleik með hljómsveitinni í Concierto de Aranjuez eftir spænska tónskáldið Joaquín Rodrigo. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Sinfóníuhljómsveit Austurlands var stofnuð 10. maí 2018 á Reyðarfirði af sjö austfirskum hljóðfæraleikurum og fyrstu tónleikar hennar fóru fram þann 1. desember 2018 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði.

Markmið hljómsveitarinnar er að auðga og efla menningarlíf á Austurlandi með því að halda fjölbreytta og skemmtilega tónleika víða í landshlutanum og stuðla að aukinni tónsköpun sem tengist svæðinu, auk þess að styðja annað listrænt starf og tónlistartengda fræðslu.


Miðasala fer fram á Tix.

Svanur Vilbergsson.
Svanur Vilbergsson.
Getum við bætt efni þessarar síðu?