Fara í efni

Snorrasjóður auglýsir eftir umsóknum

02.09.2021 Fréttir Djúpivogur

Styrktarsjóður Snorra Gíslasonar frá Papey auglýsir eftir umsóknum um námsstyrk.

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er markmið hans „að styrkja ungt fólk úr gamla Djúpavogshreppi til náms. Styrkir skulu veittir nemum á aldrinum 18 – 25 ára með búsetu í gamla Djúpavogshreppi til náms á framhaldsskólastigi. Sérstaklega skal horft til náms sem getur mögulega komið samfélaginu í gamla Djúpavogshreppi til góða“. Tekið er á móti umsóknum bæði fyrir staðnám og fjarnám.

Úr sjóðnum verður veittur einn styrkur að upphæð 500.000 kr. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt upplýsingum um fyrra nám auk rökstuðnings um hvernig námið mun koma samfélaginu í gamla Djúpavogshreppi til góða.

Umsóknarfrestur er til 1. október 2021 en úthlutun fer fram um áramót.

Vinsamlega sendið umsóknir rafrænt á netfangið kristjan.ingimarsson@mulathing.is.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Ingimarsson.

–Stjórn Styrktarsjóðs Snorra Gíslasonar.

 

Snorrasjóður auglýsir eftir umsóknum
Getum við bætt efni þessarar síðu?