Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

3. fundur 01. mars 2021 kl. 15:30 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Jónína Valtingojer aðalmaður
  • Júlíus Laxdal Pálsson aðalmaður
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir aðalmaður
  • Lena Lind B. Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Alex Sigurgeirsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Vigdís Diljá Óskarsdóttir
Fundargerð ritaði: Vigdís Diljá Óskarsdóttir Verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

1.Starfsáætlun Ungmennaráðs 2020-2022

Málsnúmer 202101036Vakta málsnúmer

Fyrirliggjandi starfsáætlun ungmennaráðs samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samfélagsmiðlar ungmennaráðsins

Málsnúmer 202102218Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Umsagnarbeiðni um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Málsnúmer 202102199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, en hún sendi ungmennaráði til umsagnar frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Ungmennaráð Múlaþings lýsir yfir ánægju með umræðu um kosningaaldur. Ungmenni á Íslandi byrja að borga fullan skatt við 16 ára aldur og því er rökrétt að þau hafi eitthvað um það að segja í hvað þeirra skattpeningar eru notaðir.

Aftur á móti telur ráðið sig ekki geta lýst yfir ánægju með frumvarpið í heild, þar sem því þykir innihald þess ekki eins og best verður á kosið.

Ráðinu þykir eðlilegra að byrjað yrði á að lækka kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga áður en breytingar yrðu gerðar á kosningaaldri til alþingiskosninga. Þá gæti m.a. komið reynsla á fyrirkomulagsbreytingar, kjörsókn og stefnuskrár framboða.

Ungmennaráð Múlaþings áréttar að það fagnar því að hugað sé að aukinni lýðræðisþátttöku ungmenna, enda eru hagsmunir ungs fólks oft frábrugðnir þeirra sem eldri eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kynning á Ungmennaráði í skólum og félagasamtökum

Málsnúmer 202102209Vakta málsnúmer

Ungmennaráð felur starfsmanni að klára að standsetja samfélagsmiðlaráðsins áður en ráðist verður í kynningar á því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiluskipulag miðbæjar Egilsstaða

Málsnúmer 202102217Vakta málsnúmer

Fram fóru umræður um miðbæ Egilsstaða og framtíðarskipulag hans.

Ungmennaráð Múlaþings krefst svara frá sveitarstjórn við eftirfarandi spurningum:
Hefur ný tillaga að miðbæjarskipulagi á Egilsstöðum verið samþykkt af sveitarstjórn? Hvenær er áætlað að tillagan verði samþykkt hafi hún ekki verið það nú þegar? Hvenær er áætlað að framkvæmdir við nýjan miðbæ geti hafist, þá sérstaklega framkvæmdir við Nývang? Hvenær verður opnað fyrir úthlutun lóða skv. þessari skipulagstillögu?

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Kynning Ungmennaráðs á fundi Fjölskylduráðs

Málsnúmer 202102206Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Mögulegt námskeið á vegum UMFÍ

Málsnúmer 202102216Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar

Málsnúmer 202102219Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Umferðarþing Samgöngustofu 2021

Málsnúmer 202102208Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Erasmus+ á Egilsstöðum

Málsnúmer 202102221Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Ungmennaþing 2021

Málsnúmer 202102207Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

12.Störf ungmennaráðs

Málsnúmer 202102222Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?