Fara í efni

Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar

Málsnúmer 202102219

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 4. fundur - 12.04.2021

Vinna fór fram við málefni sem ungmennaráð ræðir við sveitarstjórn á fyrirhuguðum sameiginlegum fundi.

Ungmennaráð Múlaþings - 5. fundur - 03.05.2021

Fram fór vinna við fyrirhugaðan sameiginlegan fund ungmennaráðs og sveitarstjórnar.

Byggðaráð Múlaþings - 28. fundur - 10.08.2021

Fyrir lágu erindi er ungmennaráð kynnti fyrir sveitarstjórn á fundi 9. júní 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar ungmennaráði fyrir þær ábendingar er koma fram í fyrirliggjandi erindum og vísar því er snýr að umhverfismálum til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og þeim er snúa að málefnum barna og íþróttaaðstöðu til fjölskylduráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 24. fundur - 24.08.2021

Undir þessum lið mættu Einar Freyr Guðmundsson, formaður ungmennaráðs Múlaþings, og Vigdís Diljá Óskarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála.

Fyrir liggur erindi er ungmennaráð Múlaþings kynnti fyrir sveitarstjórn á fundi 9. júní 2021. Var tveimur atriðum vísað til fjölskylduráðs til umfjöllunar.

Barnvænt sveitarfélag:
Einar Freyr kynnti verkefnið og hvernig Múlaþing gæti unnið að því að verða Barnvænt sveitarfélag.
Málið er í vinnslu.

Fótboltahöll:
Fjölskylduráð vísar til máls nr. 202104302, Uppbygging og viðhald á íþróttamannvirkjum, samráð við Hött. Samþykkti sveitarstjórn að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir framtíðartíðaríþróttasvæði neðan Egilsstaðakirkju. Samræmist það áherslum erindis ungmennaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá ungmennaráði Múlaþings sem var kynnt fyrir sveitarstjórn á fundi þann 9. júní 2021. Byggðaráð vísað, á fundi sínum 10. ágúst 2021, þeim hluta erindisins er snýr að umhverfismálum til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ungmennaráði fyrir erindið og tekur undir að rétt sé að koma á flokkun sorps sem víðast. Ráðið felur verkefnastjóra umhverfismála að leggja fram tillögu að tilraunaverkefni um flokkun sorps á almenningssvæðum fyrir næsta sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 25. fundur - 31.08.2021

Vigdís Diljá Óskarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála, og Hanna Borg Jónsdóttir, starfskraftur Unicef á Íslandi, sátu fundinn undir þessum lið.

Fjölskylduráð þakkar kærlega fyrir greinargóða kynningu á Barnvænum sveitarfélögum, verkefni Unicef á Íslandi.

Ráðið leggur til að sveitarfélagið hefji innleiðingarferli verkefnisins og vísar erindinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 7. fundur - 07.09.2021

Ungmennaráð lýsir yfir gríðarlegri ánægju með þá frábæru ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja tillögu ungmennaráðs um að Múlaþing gerist barnvænt sveitarfélag. Ungmennaráð óskar eftir að hafa eins mikla aðkomu að verkefninu og unnt er.

Ráðið áréttar þó að æskilegt sé að yfirumsjá verkefnisins sé á herðum starfsmanns sem hafi þetta verkefni eitt. Í kynningum ungmennaráðs á barnvænum sveitarfélögum var ætíð talað um starfsmann í að minnsta kosti 70% starfi sem verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags.

Ráðið óskar eftir að gert sé ráð fyrir starfsmanni í Barnvænt sveitarfélag í fjárhagsáætlun 2022.

Samþykkt samhljóða með handa uppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 31.08.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að hafið verði innleiðingarferli er miði að því að Múlaþing verði aðili að Barnvænum sveitarfélögum, verkefni Unicef á Íslandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til tillögu fjölskylduráðs og ábendinga ungmennaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að hafið verði innleiðingarferli að aðild sveitarfélagsins að verkefni Unicef á Íslandi, Barnvæn sveitarfélög. Verkefnastjóra íþrótta- og æskulýðsmála Múlaþings verði falin umsjón verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 8. fundur - 21.10.2021

Ungmennaráð lýsir yfir óánægju með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022 hvað snertir verkefni Unicef á Íslandi, Barnvæn sveitarfélög. Ekki er gert ráð fyrir neinu fjármagni í verkefnið þrátt fyrir að sveitarstjórn hafi samþykkt á fundi sínum 8. september 2021 að hafið yrði innleiðingarferli að aðild sveitarfélagsins að Barnvænum sveitarfélögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?