- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Ungmennaráð Múlaþings lýsir yfir ánægju með umræðu um kosningaaldur. Ungmenni á Íslandi byrja að borga fullan skatt við 16 ára aldur og því er rökrétt að þau hafi eitthvað um það að segja í hvað þeirra skattpeningar eru notaðir.
Aftur á móti telur ráðið sig ekki geta lýst yfir ánægju með frumvarpið í heild, þar sem því þykir innihald þess ekki eins og best verður á kosið.
Ráðinu þykir eðlilegra að byrjað yrði á að lækka kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga áður en breytingar yrðu gerðar á kosningaaldri til alþingiskosninga. Þá gæti m.a. komið reynsla á fyrirkomulagsbreytingar, kjörsókn og stefnuskrár framboða.
Ungmennaráð Múlaþings áréttar að það fagnar því að hugað sé að aukinni lýðræðisþátttöku ungmenna, enda eru hagsmunir ungs fólks oft frábrugðnir þeirra sem eldri eru.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.