Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

18. fundur 07. apríl 2021 kl. 08:30 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
  • Ævar Orri Eðvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Kjartan Róbertsson umsjónamaður fasteigna
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
  • María Markúsdóttir starfsmaður
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Rúnar Gunnarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Í upphafi fundar tilkynnti formaður að fjögur mál, nr. 17-20, hefðu fallið niður. Jafnframt óskaði formaður eftir að bæta við tveimur málum er varða lóðaumsóknir sem verða nr. 17 og 18 á dagskránni. Ekki voru gerðar athugasemdir við það og uppfærist röð fundarmála samkvæmt því.

Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, sat fundinn undir lið nr. 1. Kjartan Róbertsson, verkefnastjóri framkvæmda, sat fundinn undir lið nr. 3. Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, sat fundinn undir liðum nr. 6 og 7. María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, og Sigurður Jónsson, starfsmaður, sátu fundinn undir liðum nr. 8-22.

1.Tjón á birgðastöð Olíudreifingar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202103124Vakta málsnúmer

Olíudreifing hefur óskað eftir því að sveitarfélagið taki til skoðunar hvort grundvöllur sé til úrbóta eða mögulegra bóta vegna tjóns sem varð á olíubirgðageymi félagsins í kjölfar uppdælingar á sandi undan lóð félagsins sumarið 2017. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði gerði ráðinu grein fyrir málinu. Í máli hans kom fram að grjótvörn við hafnarkantinn hafði einnig skemmst í kjölfar dýpkunarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að öll ábyrgð á dýpkunarframkvæmdinni og afleiðingum hennar liggi hjá Vegagerðinni sem framkvæmdaraðila og beinir því til Olíudreifingar að óska svara þaðan.
Ráðið felur hafnastjóra að láta kalla eftir afstöðu Vegagerðarinnar til þess tjóns sem hefur orðið á mannvirkjum sveitarfélagsins. Jafnframt óskar ráðið eftir því að Vegagerðin láti í té þau hönnungargögn sem lágu til grundvallar dýpkuninni sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Hugmyndasamkeppni, Bjólfur, Útsýnispallur

Málsnúmer 202103227Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði lágu gögn vegna fyrirhugaðrar hugmyndasamkeppni um útsýnispall við Bjólf sem haldin verður í samstarfi við FÍLA. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari hugmyndasamkeppni í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta miðað við fyrirliggjandi gögn. Kostnaður greiðist af þeim styrk sem fékkst úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða ásamt því að sveitarfélagið leggur fram vinnu starfsfólks til verkefnisins. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að vinna málið áfram ásamt verkefnastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Skólavegur 1 - Framkvæmdir við lausar kennslustofur

Málsnúmer 202101083Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.1.2021. Fyrir fundinum liggja tillögur framkvæmdasviðs, fræðslustjóra og skólastjórnenda að framkvæmdum 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur verkefnastjóra framkvæmda að láta hrinda þeim í framkvæmd. Einnig samþykkir ráðið að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja, í samráði við fræðslustjóra, vinnu við að greina valkosti fyrir framtíðarhúsnæði Seyðisfjarðarskóla með það að markmiði að tekin verði afstaða til þeirra við gerð næstu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Innsent erindi, Eiðar, Ástand og umhirða gatna

Málsnúmer 202103172Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þórhalli Pálssyni, íbúa við Eiðavelli, varðandi götuhreinsun, ástand gatna og götulýsingu á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta gera tillögu að framkvæmdum sem fara má í á Eiðum í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um niðurfellingu á sorphirðugjöldum

Málsnúmer 202101272Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um niðurfellingu á sorphirðugjöldum. Samskonar erindi var tekið fyrir af sveitarstjórn Djúpavogshrepps 16. apríl 2020 og var þá synjað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir með fyrri afgreiðslu sveitarstjórnar Djúpavogshrepps og hafnar fram kominni beiðni um niðurfellingu sorphirðugjalda. Ráðið telur mikilvægt að fram komi að sorphirðugjöld eru almennt ekki lögð á í samræmi við hversu miklu eða litlu sorpi hver og einn íbúi skilar af sér, heldur er kostnaði við sorphirðu jafnað niður á húseigendur, sem samfélagslegu verkefni. Er þá ekki tekið tillit til þess hvort um er að ræða fjölmennar fjölskyldur eða einstaklinga. Meðan að svo háttar til er ekki hægt að verða við beiðni um að fella niður sorphirðugjöld vegna einstakra íbúða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Almenningsgarðar og opin svæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202103036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði lá minnisblað um almenningsgarða og opin svæði í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að láta taka saman lista yfir almenningsgarða og opin svæði í Múlaþingi sem nýtast mun við störf garðyrkjufræðings sem fyrirhugað er að ráða til starfa hjá sveitarfélaginu í byrjun næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 202101159Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur vinnuskjal sem unnið var eftir niðurstöðu vinnufundar um efnið sem haldinn var 6.4.2021 um fyrirkomulag vinnuskólans er varðar laun og vinnutíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um fyrirkomulag vinnuskóla sveitarfélagsins árið 2021, laun og vinnutímafjölda þeirra aldurshópa sem boðið verður að sækja um í vinnuskóla.
Laun miðað við hlutfall af launaflokki 117 í kjarasamningi FOSA verða sem hér segir:
Árgangur 2008 - 30%, 668 kr./klst. Vinnutími 3 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 6 vikur.
Árgangur 2007 - 45%, 1.002 kr./klst. Vinnutími 3 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 7 vikur.
Árgangur 2006 - 55%, 1.225 kr./klst. Vinnutími 6 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 10 vikur.
Árgangur 2005 - 65%, 1.447 kr./klst. Vinnutími 6 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 10 vikur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að umsögn um athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps. Málið var áður á dagskrá ráðsins 24.3.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn sveitarstjórnar um athugasemdir, með minniháttar breytingu á orðalagi hvað varðar úrlausn fráveitumála við Bjarg. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Málinu er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Seyðisfjörður breyting á aðalskipulagi vegna Vesturvegar 4

Málsnúmer 202102153Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að umsögn um athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Málið var áður á dagskrá ráðsins 24.3.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn sveitastjórnar um athugasemdir, þó með þeirri breytingu að önnur setning í 2. málsgrein falli á brott. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og vísar því til sveitarstjórnar Múlaþings til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Skipulags- og matslýsing, ofanflóðavarnir undir Bjólfi við Seyðisfjörð

Málsnúmer 202010609Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsögn Skipulagsstofnunar vegna breytingar á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta gera nauðsynlegar breytingar á tillögunni til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar. Ráðið telur þó ekki rétt að sameina breytingatillögu við aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Vesturvegar 4, þeirri tillögu sem hér er til umfjöllunar. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (PH) var fjarverandi.

11.Ofanflóðavarnir undir Bjólfi á Seyðisfirði - verkhönnun

Málsnúmer 202012052Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur framvinduskýrsla fornleifaskráningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ofanflóðavarnir undir Bjólfi á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur nauðsynlegt að ráðist verði í þær fornleifarannsóknir sem fyrirliggjandi framvinduskýrsla leggur til. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta sjá til þess að það verði skipulagt þannig að ekki komi niður á fyrirhuguðum framkvæmdum.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (PH) var fjarverandi.

12.Aðalskipulagsbreyting, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202103148Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er varðar landnotkun á Davíðsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (PH) var fjarverandi.

13.Deiliskipulag, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202103033Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að nýju deiliskipulagi á Davíðsstöðum á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu breytingar á aðalskipulagi fyrir sama svæði. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu, að lokinni afgreiðslu sveitarstjórnar á framangreindri tillögu til breytingar á aðalskipulagi.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (PH) var fjarverandi.

14.Hafrafell-Merkjadalur Deiliskipulag

Málsnúmer 202103163Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur lýsing nýrrar deiliskipulagsáætlunar í landi Hafrafells á Fljótsdalshéraðs. Lýsingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag svæðisins þar sem fram kemur að heimilt sé að gera deiliskipulag fyrir allt að 10 frístundahús í landi Hafrafells.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi lýsing hljóti kynningu í samræmi við ákvæði 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Deiliskipulag, Unalækur, lóð B8 breyting

Málsnúmer 202010472Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs 21.10.2020. Um er að ræða tilfærslu á byggingarreit um 10 metra innan ytri byggingarreits. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfesti þann 5.11.2020 tilfærsluna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi samkv. 3. mgr. 43.gr skipulagslaga. Síðan þá hefur verið beðið eftir breytingum á uppdrætti svo hægt væri að auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda. Við nánari yfirferð á skilmálum gildandi deiliskipulags liggur nú fyrir að tilfærsla innan ytri byggingarreita er heimil án breytingar á deiliskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar fyrri ákvörðun um óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúa- og frístundabyggðar á Unalæk. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Djúpivogur - Innri Gleðivík - uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - tillaga að deiliskipulagi

Málsnúmer 202010569Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá lóðarhafa að Víkurlandi 6 þar sem hann bendir á að rangur hæðarkóti sé gefinn upp í deiliskipulagi fyrir Innri Gleðivík, sem nú er í auglýsingaferli.

Í upphafi umræðu vakti fundarmaður (ÆOE) máls á tengslum sínum við málsaðila og mögulegu vanhæfi. Formaður bar málið upp til atkvæðagreiðslu og var samþykkt með 6 atkvæðum (ÆOE sat hjá) að ekki væri um vanhæfi að ræða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu svæðisins og hún auglýst að nýju. Breytingarnar felast í því að hæðarkóti lóðar fari úr 6 m.y.s í 7,5 m.y.s. og gólfkóti fari úr 7 m.y.s. í 8,5 m.y.s. Ráðið fellst ekki á að breyta mænishæð úr 11 metrum í 12 metra. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram og er því vísað áfram til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Egs_Bláargerði 36-38

Málsnúmer 202102123Vakta málsnúmer

Borist hefur umsókn um byggingarlóð fyrir 4 íbúða raðhús á tveimur einbýlishúsalóðum í Bláargerði á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 17.2.2021 þar sem skipulagsfulltrúa var falið að kanna hvort tilefni væru til frekari breytinga á skipulagi samhliða því sem óskað var eftir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta grenndarkynna áform um óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við áform umsækjanda. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram og því er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Bláargerði 28, 30 og 32 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 202104005Vakta málsnúmer

Borist hefur umsókn um byggingarlóðir fyrir tvö parhús á þremur einbýlishúsalóðum í Bláargerði á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta grenndarkynna áform um óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við áform umsækjanda. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram þannig að fram fari ein grenndarkynning með áformum um breytingar á lóðum við Bláargerði númer 28, 30 og 32 annars vegar og 36 og 38 hins vegar samanber fyrri samþykkt um þær lóðir. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Mýrar sumarhúsalóð

Málsnúmer 202003011Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi um stofnun lóðar í landi Mýra, L157433. Fyrirhugað er að ný lóð sameinist áður stofnaðri lóð úr sama landi sem ber heitið Mýrar III, L229982.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta stofna nýja lóð til sameiningar við hina eldri í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202103053Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.

21.Umsagnarbeiðni, Ársreikningur Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 202103182Vakta málsnúmer

Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2020 lagður fram til kynningar.

22.Umsagnarbeiðni, Skútustaðahreppur, Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202103180Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni vegna breytinga á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.

Eftirfarandi tillag lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi breytingatillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?