Fara í efni

Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 202101159

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 14. fundur - 24.02.2021

Verkefnastjóri umhverfismála kynnti fyrirkomulag vinnuskóla sveitarfélagsins á komandi sumri og nokkur atriði sem ráðið mun þurfa að taka afstöðu til varðandi skipulag skólans.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir tillögur að fyrirkomulagi vinnuskóla og fjárhagslegar forsendur þeirra. Ráðið er sammála um að ástæða sé til að boða sérstakan vinnufund þar sem nánar verður farið yfir málið með því starfsfólki sveitarfélagsins sem að því kemur.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir fundinum liggur vinnuskjal sem unnið var eftir niðurstöðu vinnufundar um efnið sem haldinn var 6.4.2021 um fyrirkomulag vinnuskólans er varðar laun og vinnutíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um fyrirkomulag vinnuskóla sveitarfélagsins árið 2021, laun og vinnutímafjölda þeirra aldurshópa sem boðið verður að sækja um í vinnuskóla.
Laun miðað við hlutfall af launaflokki 117 í kjarasamningi FOSA verða sem hér segir:
Árgangur 2008 - 30%, 668 kr./klst. Vinnutími 3 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 6 vikur.
Árgangur 2007 - 45%, 1.002 kr./klst. Vinnutími 3 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 7 vikur.
Árgangur 2006 - 55%, 1.225 kr./klst. Vinnutími 6 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 10 vikur.
Árgangur 2005 - 65%, 1.447 kr./klst. Vinnutími 6 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 10 vikur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 12. fundur - 03.05.2021

Heimastjórn lýsir yfir vonbrigðum með breytingar á fyrirkomulagi vinnskóla á Djúpavogi á komandi sumri. Einnig vantar atvinnutækifæri fyrir ungmenni á framhaldskólaladri en fyrir því er rík hefð í byggðarlaginu að þessum hópi standi til boða vinna fyrir sveitarfélagið. Heimastjórn hefur af því áhyggjur að þessi skerðing á vinnutíma komi niður á ásýnd og umhverfi bæjarinns og muni jafnvel auka kostnað sveitarfélagsins vegna aðkeyptrar vinnu.
Heimastjórn skorar á umhverfissvið að endurskoða þessar breytingar, sérstaklega vegna atvinnuástands í kjölfar covid faraldursins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Farið yfir vinnuskóla Múlaþings á liðnu sumri og fjallað um hugmyndir að fyrirkomulagi næsta sumars.

Máli frestað til næsta fundar ráðsins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35. fundur - 20.10.2021

Verkefnastjóri umhverfismála kom inn á fundinn og kynnti minnisblað um vinnuskóla Múlaþings á liðnu sumri og hugmyndir um fyrirkomulag næsta sumars.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnisstjóra umhverfismála að móta í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsstjóra tillögur um fyrirkomulag vinnuskóla Múlaþings árið 2022 og leggja þær fyrir fund ráðsins 17. nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39. fundur - 24.11.2021

Íþrótta- og æskulýðsstjóri og verkefnastjóra umhverfismála kynntu tillögur að fyrirkomulagi við vinnuskóla Múlaþings 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela Ííþrótta- og æskulýðsstjóra og verkefnastjóra umhverfismála að vinna áfram að undirbúningi vinnuskólans á grundvelli þeirra tillagna sem lágu fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson - mæting: 09:30
  • Bylgja Borgþórsdóttir - mæting: 09:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?